Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 52
S i g u r ð u r S k ú l a s o n
52 TMM 2018 · 3
Shakespeare á íslensku leiksviði
Verk Shakespeares hafa verið leikin á Íslandi í u.þ.b. heila öld á sviði atvinnu-
leikhúsa, áhugaleikfélaga og skólafélaga, og í hljóðvarpi. Því má vel halda
fram að Shakespeare hafi aldrei fengið að njóta sín hér vegna þess hve við
höfum átt í miklum erfiðleikum með formið.
Í einni af sínum fjölmörgu greinum um Shakespeare og sýningar á verkum
hans hér á landi kemst Helgi Hálfdanarson svo að orði: „En að heyra leik-
ljóð flutt eins og prósa er blátt áfram hlægilegt. Það er eins og að sjá boxara
spila á fiðlu. […] Ætti að flytja leikrit Shakespeares eins og lausamál, yrði að
endursemja þau í því skyni; og þá nægði ekki að leysa upp braginn, heldur
yrði líka að uppræta allt það í orðavali og myndmáli hins ljóðræna stíls, sem
án bragforms hlyti að verða hjákátlegt; það yrði m.ö.o. að reka Shakespeare
sjálfan út úr verkum sínum.“21
Að reka Shakespeare sjálfan út úr verkum sínum! Er það ekki einmitt það
sem hefur verið að gerast hér hjá okkur á undanförnum árum og áratugum?
Hér ríkir nefnilega sterk tilhneiging til þess að útrýma forminu á verkum
hans, stakhendunni. Sumir leikstjórar fórna höndum sé á hana minnst.
Sumir leikstjórar strika hana út úr handritinu fyrir fyrsta samlestur. Og þar
með eru leikarar (og áhorfendur að sjálfsögðu) rændir þeim brunni sem upp-
lýsir, hjálpar og styður í leiknum. Yfirleitt hafa Shakespeare-sýningar undan-
farinna ára þjónað þeim tilgangi að sýna fram á hve viðkomandi leikstjóri sé
snjall og hugmyndaríkur, fremur en að kafað sé í verkið með aðstoð formsins,
með lágmarksvirðingu fyrir höfundi og einkennum hans, með virðingu fyrir
sæmdarrétti höfundar – og þýðanda.
Almennt séð þjóna nýjar þýðingar því hlutverki að laga textann að því mál-
fari sem ríkjandi er hverju sinni. Stöðugt er unnið að því að gera texta Shake-
speares aðgengilegri fyrir nútíma áhorfendur. Og hin almenna tilhneiging
virðist sú að ganga stöðugt lengra í þá átt, einkum þegar formið (stakhendan)
er hunsað, ef ekki beint þá óbeint, ef ekki í þýðingunni þá í sviðsetningunni.
Ótti okkar við bundið mál og flutning þess á leiksviði hefur tekið yfir.
Síminnkandi kröfur leiða til þess að hér tapa allir: höfundur/þýðandi, flytj-
endur og áhorfendur. Minni kröfur tákna minni gæði í sköpunarstarfinu og
um leið rýrari ávöxt.
Shakespeare krefst meiri styrks og stærðar
Hjá persónum Shakespeares er um að ræða stórar kenndir og oft miklar
tilfinningalegar sveiflur. Til þess að leika þær í bundnu máli þarf leikarinn
meiri styrk og meiri stærð en að öðru jöfnu.
Í viðtali fyrir fjórum áratugum sagði Rúrik Haraldsson leikari: „Annars
eru leikrit svo mismunandi, þau fara svo mismunandi með mann. Það er
t.d. ekkert sambærilegt að leika Lé konung og að leika í Skipinu. Það eru svo
TMM_3_2018.indd 52 23.8.2018 14:19