Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 82
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r
82 TMM 2018 · 3
vera gagnrýninn þegar talað er um siðrænar forsendur skáldskaparlesturs svo
ekki sé talað um ef ,fyrirmyndar‘lesandi bætist við – jafnvel þó ,fyrirmyndar‘
sé í gæsalöppum. Í öðru lagi eru það ekki bara lesendur sem hafa verið kall-
aðir túristar heldur líka þeir sem yrkja. Ljóðskáldið og rithöfundurinn Rita
Dove talar t.d. um sögutúristann (e. historical tourist) – sem hún vill síst af
öllu vera – en það orð hefur hún um ljóðskáld sem leitar uppi forvitnilega
atburði í sögunni, beinlínis til að yrkja um þá.22
III
Sögulegur skáldskapur er oft nátengdur glæpasögunni – svo ekki sé talað um
eldri bókmenntagreinar eins og morðballöðuna og Íslendingasögur23 – enda
segja mannkynssagan og þjóðarsögur frá ófáum glæpum. Glæpasagan hefur
blómstrað hérlendis síðustu áratugi, reyndar svo mjög að ýmsir hafa bein-
línis kvartað undan vinsældum hennar. Rithöfundar og útgefendur hafa þó
spilað á þær eða leikið sér með þær. Önnur bókin í Codex-þríleik Sjóns, Með
titrandi tár, er t.d. með undirtitilinn: glæpasaga. Og þegar hún var auglýst var
ýmist sett á oddinn að hún væri „þjóðleg glæpasaga“ eða „þjóðleg og fyndin
glæpasaga“.24 Væru auglýsingarnar lesnar í heilu lagi bættist svofelld lýsing
við: „Frumleg og þjóðleg spennusaga en um leið söguleg skáldsaga með goð-
sögulegum blæ.“ Ráðlegt er að lesa þetta með írónískum tóni höfundar Codex
1962 og staldra um leið ögn við hvað bókmenntum er gjarna talið til tekna
hérlendis; að minnsta kosti segir Sjón í samtali við Guðna Elísson fáeinum
árum áður en Með titrandi tár kemur út: „mér leiðast alveg rosalega sögu-
legar skáldsögur“.25 En – það er engin hending að sögulega skáldsagan kemur
í auglýsingunum á hælana á glæpa- og spennusögunni. Undanfarna áratugi
hefur sú sögulega orðið svo vinsæl að merkilegt má heita að ekki sé kvartað
jafnmikið undan henni og frænku hennar sem kennd er við glæpi.
Bergsteinn Sigurðsson birti í Fréttablaðinu árið 2011 yfirlit yfir íslenskar
sögulegar skáldsögur frá og með árinu 2001.26 Ég fetaði í fótspor hans og
kannaði lauslega hvað hefði verið gefið út af slíkum sögum á þessari öld en
ákvað að skoða árin 2000–2009 sérstaklega og athuga hvorttveggja, hvað
hefði komið út af sögulegum skáldskap og hvað af glæpasögum – og taldi
barna- og unglingabækur í báðum flokkum – en tekið skal fram að sama
sagan getur fallið í báða flokka. Ég taldi með sögur sem kallaðar hafa verið
glæpasögur og/eða sögulegar skáldsögur – þó að nafngiftin kunni að vera
umdeilanleg. Þá reyndust glæpasögurnar vera á áttunda tug en sögulegu
skáldsögurnar nær fimmtíu.27
Konur hafa haft sig allmikið í frammi sem höfundar sögulegra skáldsagna
á þessari öld. Þær eru að minnsta kosti tíu á fyrsta áratugnum – karlar vel á
þriðja tug – en sumar eiga þá fleiri sögur en eina, t.d. Kristín Marja Baldurs-
dóttir og Vilborg Davíðsdóttir. Vert er þá að minnast þess að kona, Torf-
hildur Hólm, er talin höfundur fyrstu íslensku sögulegu skáldsögunnar.28
TMM_3_2018.indd 82 23.8.2018 14:19