Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 130
U m s a g n i r u m b æ k u r
130 TMM 2018 · 3
þeirrar hugmyndafræði, sem fólst í
Uppreisn frjálshyggjunnar og Leiftur-
sókn gegn verðbólgu megi rekja marg-
vísleg mistök landstjórnarinnar á valda-
tíma flokksins 1991–2009 sem sum hver
hafi átt þátt í hruninu 2008.“
Þessi spurning er að vísu brýn, því
eins og Styrmir segir nokkru síðar (bls.
33): „Í stórum dráttum má segja að upp-
reisnarmenn frjálshyggjunnar hafi á
árunum 1991–2009 komið í framkvæmd
þeim hugmyndum sem settar voru fram
í Endurreisn í anda frjálshyggju og
Leiftursókn gegn verðbólgu á árinu
1979.“
En hver var þá þessi blessuð Ella,
„leiftursóknin“? Þetta skýrir Styrmir
best fáeinum blaðsíðum seinna (bls. 43):
„Samkvæmt henni var gert ráð fyrir
stórfelldum niðurskurði útgjalda ríkis-
ins til eyðslu og fjárfestinga, sem sam-
tals átti að nema um 10% af heildarút-
gjöldum fjárlaga. (…) Þá átti að mark-
aðsvæða bankaviðskipti. Í stað þess að
opinberir aðilar tækju ákvörðun um
vaxtastig átti hver banki, sparisjóður
eða annars konar fjármálastofnun að
hafa frelsi til að taka slíkar ákvarðanir.
(…) Jafnframt skyldi verðlag gefið frjálst
en fram að þeim tíma höfðu kaupmenn
orðið að sæta ákvörðun verðlagsyfir-
valda um álagningu. Einkavæðing ríkis-
fyrirtækja var boðuð, svo og stofnun
verðbréfamarkaðar.“
Samkvæmt orðanna hljóðan virðist
þetta þó ekki vera ýkja stórt frávik frá
hefðbundinni stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, og vísar einna helst til þess sem
Styrmir hafði áður sagt um „stigsmun
en ekki eðlismun“. Samt var þetta upp-
haf þeirrar leiðar sem endaði í hruninu.
Um villigönguna sem þar hófst hefur
Morgunblaðsritstjórinn fyrrverandi,
sem hafði allar aðstæður til að fylgjast
vel með atburðum, sínar ákveðnu hug-
myndir sem eru reyndar mjög í anda
þeirrar viðleitni hans að halda sér á lágu
nótunum: ástæðan var sú að uppreisnar-
mennirnir – og reyndar ýmsir fleiri –
áttuðu sig ekki vel á aðstæðunum á
Íslandi og gerðu sér ekki grein fyrir
afleiðingum stigsmunarins, enda ekki
víst að þeir hefðu getað það:
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi frá
stofnun sinni árið 1929 barizt fyrir
frelsi einstaklingsins til orða og athafna,
frjálsri samkeppni o.s.frv. er það áleitin
spurning hvort frjáls markaður hafi
verið til á Íslandi að nokkru marki þegar
uppreisnarmenn frjálshyggjunnar komu
fram á vígvöllinn. Og þá jafnframt hvort
sjálfstæðismenn hafi í raun vitað fyrir
hverju þeir voru að berjast af þeirri ein-
földu ástæðu að lítil reynsla var af því
hvernig „frjáls markaður“ virkaði við
aðstæður eins og hér, þ.e. í fámenni og
fjarlægð frá öðrum löndum (bls. 50).
Og þetta áréttar hann: „Sá Sjálfstæðis-
flokkur, sem hóf markvissa baráttu fyrir
markaðslausnum í viðskipta- og
atvinnulífi á árinu 1979, með stefnuskrá
á borð við Endurreisn í anda frjáls-
hyggju og Leiftursókn gegn verðbólgu,
hafði einfaldlega enga reynslu af frjáls-
um markaði og þeim öflum sem þar
takast á en gerði sér tæpast grein fyrir
því“ (bls. 51).
Afleiðingarnar verða miklar, og þá
eru frjálshyggjumenn ráðþrota í sínu
fyrirhyggjuleysi (bls. 34): „Jafnframt er
hægt að halda því fram, að í þessum
breytingum hafi falizt pólitísk bylting á
íslenzka vísu vegna þess að henni fylgdi
mjög breytt hugarfar. Hins vegar má
líka halda því fram að uppreisnarmenn-
irnir ungu hafi ekki gert sér grein fyrir
hvernig markaðsöflin gátu virkað og
þeir hafi skyndilega staðið frammi fyrir
því að þau sömu öfl, sem þeir trúðu á,
snerust gegn þeim og þeir höfðu ekki
pólitískt afl til að koma böndum á þau.“
TMM_3_2018.indd 130 23.8.2018 14:19