Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 13
„ E i n s o g h ú n g æ t i s t o k k i ð ú t ú r o r ð u n u m …“ TMM 2018 · 4 13 Sigga, rúmlega tvítug, hversdagsleg, nýtrúlofuð, ástfangin, sífellt kjökrandi; tengdadóttirin, Anna, núverandi húsfreyja; og vinkonan Halldóra, holdug, barnlaus, ungleg og umburðarlynd, komin úr höfuðborginni til að ræða vandamál sem komið hefur upp á bænum. Inn kemur sonur ekkjunnar, hús- bóndinn á heimilinu, Elías Elíasson, frá útistörfunum, hlammar sér niður við borðsendann og þrumar: „Á maður ekki að fá kaffi – eða hvað?“29 Við komu karlsins slær á konurnar þögn. Eiginkonan rís samstundis á fætur, sækir kaffikönnuna og hellir þegjandi í bollann. Þessi kvennafans pirrar karl- manninn Elías Elíasson sem eftir nokkrar orðahnippingar rýkur út. Vandinn sem að heimilinu steðjar er húsbóndinn fyrrverandi, Elías Elías- son. Hann neitar að hann sé dauður og ofsækir nú fjölskylduna, einkum eiginkonuna, sem hefur leitað til vinkonu sinnar með miðilshæfileika til að koma honum endanlega fyrir. Fer sagan að mestu fram í samtölum, einkum þessara tveggja, með tilheyrandi þankastrikum, spurningarmerkjum og upp- hrópunum, þar sem eiginkonan segir vinkonunni frá þeim hörmungum sem yfir heimilið hafa dunið. Það er ekki bara að Elías hafi brugðið fyrir hana fæti í stiganum og viðurkennt það á miðilsfundi, heldur sækir hann að henni í svefni svo að hún fær engan næturfrið. Þá hefur hann kippt kaffikönnunni úr höndum tengdadótturinnar, stútfullri könnu af sjóðandi kaffi. „Það var eins og henni væri kippt úr höndunum á mér,“ segir hún og vitnar til beinnar ræðu Önnu.30 Þá er hann einnig valdur að því að taðhlaðinn hrynur, besta kýrin beiðir upp og lömbin drepast. Ekkjan er bæði æst og reið, en vinkonan er umburðarlynd: „Hann er jarðbundinn, svo jarðbundinn, að hann hefir ekki enn áttað sig á því, að hann hefir flutzt úr líkamanum –,“ segir hún í huggunarskyni við vinkonuna sem lætur sér ekki segjast: „– Nú, það ætlar aldeilis að taka tíma! Búinn að liggja sjö mánuði í gröfinni.“ 31 Þegar vin- konan svo spyr, „hátíðleg og klökk af samúð með öllu villuráfandi“, hvort ekkjan hafi ekki reynt að biðja heitt og innilega fyrir honum, vesalingnum, svarar hún hvöss:. „– Honum? Nei, það hefir mér ekki dottið í hug. –“32 Fylgir nú mikill orðaflaumur með munnsöfnuði og særingum um hvernig hann „Elías minn“ var í lifanda lífi. Hann getur sem sagt ekki skilið að hann er dauður og heldur áfram að haga sér eins og hann gerði í lifanda lífi. Og svo mikið er ekkjunni niðri fyrir að hún talar óvart af sér, ljóstrar upp um kjafts- högg sem hann hafði gefið henni. Vinkonan hrópar upp yfir sig af skelfingu, þar sem hún hafði ekki heyrt það fyrr að hann hefði lagt á hana hendur. „Það varðaði engan um það þá,“ segir ekkjan, „en úr því hann hagar sér svona dauður – þá er allt öðru máli að gegna“.33 Samt var hann „Elías minn“ ekki mikið verri en hann Jónas heitinn í Gröf, sem „var bara kvikindi, reglulegt óartarkvikindi við sína nánustu, ég segi það eins og var, þó hann sé dauður“. 34 Hann var alveg sami „bölvaður grúturinn og þverhausinn og hann Elías minn“,35 öllum bölvaður, utan heimilis líka. „Elías minn var þó almennilegur utan heimilis“. 36 Þessi kona er afar mælsk, og það er eins og hún með orðaflaumnum TMM_4_2018.indd 13 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.