Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 15
„ E i n s o g h ú n g æ t i s t o k k i ð ú t ú r o r ð u n u m …“ TMM 2018 · 4 15 fræði hennar. Við framsetninguna hef ég valið þá aðferð sem Jakobína notar gjarnan sjálf við lýsingar á tveggja manni tali í sögum sínum, þar sem aðeins annar talar en bregst þó við hinum sem í textanum þegir: Ég vann alls kyns vinnu. Á stríðsárunum við hitt og þetta, hreingerningar, þvotta, leikfangagerð, lengst í happdrættisumboði, vist yfir veturinn, kaupavinnu á sumrin. Var alltaf að skrifa. Á fermingaraldri vísur. Venjulega eftirhermur af því sem ég var hrifin af, skrifaði á umbúðapappír. Mig langaði að læra á hljóðfæri. Ég ætlaði að verða hljómlistarmaður, semja lög. Þegar ég kem hingað 1949 var ég búin að skrifa eitthvað, átti í drögum. Smásögurnar eru ekki allar frá sama tíma. Skrifaði þær upp á nýjan leik. Flyt hingað frá Reykjavík og kom inn í mér ókunnugt samfélag. Leifar af ættarfélagssambýli. Geysileg breyting. Ekki rafmagn. Eftir fyrstu erfiðleikana reyndi ég að byrja aftur. Hvatinn var hernámið 30. mars 1949, engin manneskja söm eftir þann dag. Það verður til þess að ég fór að setja saman kvæði, vopn alþýðufólks fram á þá tíma og huggun. Erfitt að vera pólitískur rithöfundur í sveit. Stærstu atburðirnir gerast í Reykjavík. Ég hefði oft viljað vera viðstödd. Sama er að segja um aðgang að bókum. Áður meiri aðskilnaður milli sveita og borga. Eins er með heiminn, hann þjappar sig kringum okkur. Samgöngur. Fjölmiðlar. Andúð á misrétti hef ég alltaf haft. Sjálfsagt þótti í systkinahóp, að það væru frekar synirnir sem fengu að njóta menntunar. Ég gerði þveröfugt við það sem ætlast var til af mér. Guðmundur G. Hagalín sagði í ritdómi um Púnkt á skökkum stað, að þegar kæmi að hernámsmálinu sæi ég rautt og missti öll tök. Ég vil sjá rautt. Á yngri árum rakst ég sjaldan á konur sem höfðu sömu afstöðu til þess að vera kona og ég, t.d. hræðsluna við hjónabandsbindinguna. Ég gekk með þá barnalegu firru að byggi maður saman ógiftur, þá væri maður óbundinn. Kerfið gleypir mann. Það getur verið að ég hafi skrifað meira um ástina þá. Ég er orðin það gömul þegar ég byrja að skrifa. Það var geysimikið skrifað um þetta efni á þeim tíma. Hafði engu við að bæta. Enga ástarsögu. Ástin, ekki til þessi huldumaður fyrir mér. Las Þórunni Elfu, Ragnheiði Jónsdóttur, Elínborgu Lárusdóttur, en svo lokast ég að nokkru leyti hér inni, ekki í tengslum við konur sem eru farnar að berjast fyrir rétt- indum kvenna í nútímasamfélagi. Langaði mikið til að kynnast Svövu. Kerlingabækurnar? Guðrún frá Lundi. Þeim fórst nú ekki að vera að tala um það þessum menningarvitum. Skamma hana fyrir að kvenfólk væri að sitja yfir kaffi. Ein- mitt um þetta leyti var einum þeirra hent út af kaffihúsi fyrir að sitja of lengi. Og svo kvarta þeir yfir að það vanti kaffihús fyrir listamenn að tala saman í. Kona getur ekki hlaupið frá sínum störfum. Karlhöfundar eru verndaðir. Gildir sama um rithöfunda í borg. Svava hefur reynt að taka símann úr sambandi, ekki hægt hér. Það sem verra er, ég get ekki hlaupið út. TMM_4_2018.indd 15 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.