Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 19
o g K a r í t a s
TMM 2018 · 4 19
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir og
Karítas Hrundar Pálsdóttir
Óður til Jakobínu
Textarnir hér á næstu blaðsíðum voru fluttir á Jakobínuvöku í Iðnó 25. ágúst
2018, en þann 8. júlí voru liðin hundrað ár frá fæðingu Jakobínu Sigurðar-
dóttur. Sögurnar og ljóðin eftir Jónu Kristjönu og Karítas eru samin undir
áhrifum frá verkum skáldsins.
Ég sé hvernig vatnið og veröldin ljómar,
og vængjanna fagnandi þyt
ég heyri í lofti, en höfðar og eyjar
sér hreykja með gróandans lit.
Mig langar að slíta af mér hlekki og hlaupa
hlæjandi á sóldagsins vit.
Þá lít ég á glókoll minn ljúfan við svæfil.
Ég legg frá mér drauminn og hlæ.
Því hér er mitt verksvið, mín von og mín skylda.
Svo veröldin kasti ekki á glæ
draumunum hennar, skal hugur minn sættur
við heimskuleg störf – inn í bæ.
(Jakobína Sigurðardóttir, „Vor í Garði“,
Kvæði, 1983, bls. 59)
Á meðan sýður upp úr
Það sauð aldrei upp úr pottunum hjá ömmu. Eldhúsið var miðpunktur til-
veru hennar og meðan eitthvað var á hellunni sat hún við græna borðið og
lagði kapal eða prjónaði. Ef hún þurfti að svara í símann eða bregða sér frá af
öðrum ástæðum kom það oftast í minn hlut að vakta eldavélina. „Það er að
sjóða upp úr!“ hrópaði ég ef vatnið gerði sig líklegt til að flæða yfir barmana á
pottinum. Þá kom hún hlaupandi inn í eldhús eins og lífið lægi við til að taka
hann af hellunni, lyfta lokinu aðeins til að hleypa út gufunni, svo lækkaði
hún undir. Þannig slökkti amma alla elda áður en þeir brutust út. Það gerði
mamma líka. Öðru máli gegnir um mig. Heilu pottarnir af vatni hafa flætt
TMM_4_2018.indd 19 6.11.2018 10:22