Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Blaðsíða 22
L e i f u r R e y n i s s o n 22 TMM 2018 · 4 Leifur Reynisson París: maí ’68 Þess er nú minnst víða um heim að 50 ár eru liðin frá stúdentauppreisninni í París en átökin stóðu einkum yfir í maímánuði árið 1968. Hætt er við að yngra fólk þekki lítið til þeirra atburða sem skóku franskt samfélag og létu engan ósnortinn sem þá upplifði. Í Frakklandi vita vísast til flestir hvað átt er við þegar maí ’68 ber á góma enda leiddi uppreisnin til stórfelldra breytinga á lífsháttum landsmanna. Nokkrir Íslendingar voru staddir í París þessa örlagaríku daga og mun ég gera upplifun þeirra og viðhorfum skil eftir því sem efni standa til. Ég hef rannsakað ’68-kynslóðina í hjáverkum síðastliðin 20 ár og kynnt mér margvíslegar heimildir í þeirri viðleitni minni. Sú frásögn sem hér fer á eftir byggist að nokkru á fræðilegum skrifum en einkum og sérílagi á vitnisburði viðmælenda minna. Í nokkrum tilfellum vísa ég beint í heimildarmenn en viðmælendur mínir eru allir nafngreindir í greinarlok. En af hverju gerðu franskir stúdentar uppreisn? Hvernig stóð á öllum mót- mælagöngunum og götubardögunum þar sem tugir þúsunda æskufólks létu til sín taka svo vikum skipti? Var þetta ekki kynslóðin sem hafði allt til alls, eins og stundum er haldið fram? Aldrei höfðu jafn margir fengið tækifæri til menntunar, atvinnuleysi var hverfandi, unga fólkið hafði meiri fjárráð en áður og það hafði meira að segja eignast sína eigin menningu með tilkomu rokksins. Hin svokallaða ’68-kynslóð bjó við meiri velsæld en áður hafði þekkst. Hefði æskan látið sér nægja að bera sig saman við fortíðina hefði hún vissu lega mátt vera sátt. En fólk hefur tilhneigingu til að vilja njóta sem bestra lífsgæða og hafa sem mest um eigið líf að segja. Æskan sætti sig ekki lengur við strangt agavald og smásmuguleg siðaboð. Til að skilja maí ’68 er nauð synlegt að hafa hugfast að samfélag sjöunda áratugarins var fjarri þeim frjáls lyndu samfélagsháttum sem flestir telja sjálfsagða nú til dags. Stúdentauppreisnin í Frakklandi var hluti af alþjóðlegri bylgju sem átti sér stað á seinni hluta sjöunda áratugarins og náði hámarki árið 1968. Æskan hafði aldrei átt jafn auðvelt með að gera sig gildandi en bætt staða hennar byggðist á aukinni velmegun sem varð skömmu eftir seinni heimsstyrjöld. Uppgangurinn var mestur í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu en frá og með sjötta áratugnum bötnuðu kjör manna mikið og atvinnuleysi virtist heyra sögunni til. Skólagangan lengdist þar sem samfélagið hafði aukna þörf fyrir TMM_4_2018.indd 22 6.11.2018 10:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.