Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 24
L e i f u r R e y n i s s o n 24 TMM 2018 · 4 átti hann eftir að vera mjög áberandi þá daga sem senn fóru í hönd. Hann var eldheitur baráttumaður sem kunni vel að koma fyrir sig orði. Og hann var allsendis óhræddur við að storka valdinu. Hópurinn stóð fyrir ögrandi aðgerðum innan háskólans sem urðu til þess að skólayfirvöld lokuðu háskóla- deildinni um óákveðinn tíma og kölluðu forsprakkana fyrir aganefnd. Daginn eftir, föstudaginn 3. maí, fóru nokkur hundruð stúdentar frá Nant- erre inn í aðalport Sorbonne-háskóla þar sem þeir mótmæltu lokuninni, sem og því ráðslagi skólayfirvalda að kalla nokkra róttæklinga fyrir agadómstól Parísarháskóla. Rektor tók nú þá fáheyrðu ákvörðun að fá lögregluna til að ryðja portið en stúdentar litu á það sem valdníðslu þar sem löng hefð var fyrir því innan háskólans að leysa ágreiningsefni án þess að kalla hana til. Reiði stúdenta jókst enn þegar lögreglan lét sér ekki nægja að rýma portið heldur handtók hún flesta sem þar voru. Þeir tóku að streyma í Sorbonne þar sem hróp voru gerð að lögreglunni og þess krafist að hún leysti félaga þeirra úr haldi. Þeim var svarað með kylfuhöggum og táragasi en þær aðgerðir efldu baráttuvilja stúdenta sem köstuðu götusteinum á móti. Átökin 3. maí mörkuðu upphaf mótmæla og götuóeirða sem áttu eftir að hafa víðtæk áhrif um allt Frakkland. Öflugur lögregluvörður gætti Sorbonne-háskóla en rektor hafði ákveðið að loka honum um óákveðinn tíma. Fjölmiðlar fjölluðu mikið um atburðina og fordæmdu flestir aðgerðir stúdenta. Var því jafnan haldið fram að um hóp öfgamanna væri að ræða. Greinilegt var að framganga stúdenta kom flestum á óvart. Þeir voru furðu samtaka og hétu því að halda baráttunni áfram þar til látið yrði að kröfum þeirra en þær voru: að Sorbonne yrði opnaður á ný, að lögreglan færi úr Latínuhverfinu þar sem háskólinn var til húsa og að þeir stúdentar sem handteknir höfðu verið yrðu leystir úr haldi. Kröfunum var haldið á lofti á útifundum og í mótmælagöngum sem urðu sífellt fjölmennari og var ljóst að stúdentar ætluðu ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Nýtt málgagn stúdenta, Action, sem og margvísleg flugrit, fóru á milli manna en þau höfðu það hlutverk að koma upplýsingum á framfæri og efla baráttuandann. Kröfurnar urðu smám saman víðtækari og báru vott um samkennd með þeim sem töldust til lægri stétta samfélagsins. Þær raddir voru háværar að kapítalisminn væri ein helsta rót vandans og því dygði ekk- ert minna en bylting. Að fundum loknum marséruðu stúdentar með kröfu- spjöld á lofti, veifuðu rauðum og svörtum fánum og hrópuðu slagorð á borð við „valdið er á götunum“, „borgarana í fátækrahverfin“ og „Sorbonne handa verkamannasonum“. Stúdentar voru vel skipulagðir og þeir sýndu hugkvæmni í baráttu sinni. Almenningsálitið var tekið að snúast þeim í vil, enda vakti harkaleg fram- ganga lögreglunnar hneykslun margra. Stúdentar víða um Frakkland létu til sín taka og héldu samstöðufundi og fóru í kröfugöngur. Hópur mennta- manna undir forystu heimspekingsins Jean-Paul Sartre lýsti yfir stuðningi við stúdenta og baráttugleði þeirra vakti athygli meðal ungra verkamanna. TMM_4_2018.indd 24 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.