Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 28
L e i f u r R e y n i s s o n 28 TMM 2018 · 4 að koma sér fyrir í Sorbonne þegar þeir efndu til mikillar kröfugöngu ásamt verkamönnum. Hvarvetna mátti sjá rauða byltingarfána og baráttusöngur verkamanna, „Internationalinn“, ómaði um strætin. Margvísleg slagorð voru höfð í frammi svo sem „stúdentar með verkamönnum“, „alþýðlega háskóla“, „sósíalíska byltingu“ og „valdið er götunnar“. Verkamenn víðsvegar um Frakkland fóru í verkfall án aðkomu stóru verka lýðs félaganna. Voru það einkum ungir verkamenn sem sættu sig ekki við að lúta aga verkalýðsforingjanna. Þeir voru ekki tilbúnir að fylgja íhalds- samri leiðsögn þeirra um hægfara kjarabætur og vildu nýta sér þær aðstæður sem stúdentar höfðu skapað. En þeir létu ekki þar við sitja. Margir tóku verk- smiðj urnar yfir og vísuðu yfirmönnum á brott eða lokuðu þá jafnvel inni á skrif stofum sínum. Þetta var í anda þess sem margir stúdentar sáu fyrir sér. Þeir litu svo á að verkamenn ættu sjálfir að sjá um rekstur sinna vinnustaða því samkvæmt kenningum Marx voru það þeir sem sköpuðu arðinn og því ættu þeir að taka að sér starfsemina og njóta góðs af hagnaðinum. En hvernig voru kjör verkamanna? Laun þeirra voru lág, starfsaðstæður oft á tíðum bágbornar og vinnutími langur. Efnahagur Frakklands hafði hins vegar staðið með blóma um árabil en verkamönnum var ekki ætlað að njóta góðs af hagvextinum nema að takmörkuðu leyti. Því var jafnan haldið fram að frekara launaskrið myndi hleypa verðbólgunni af stað og þá væri stöðugleikinn í hættu. Uppsöfnuð óánægja ríkti meðal verkamanna og sér- staklega voru þeir yngri ósáttir með kjör sín og lögðu margir þeirra leið sína til Sorbonne til viðræðna við stúdenta og sumir tóku jafnvel þátt í götubar- dögunum. Stúdentar fóru einnig út í verksmiðjurnar til að kynnast kjörum verka- manna og til að fá þá til liðs við baráttuna. Það er vert að minna á að Frakk- land er mjög stéttskipt samfélag og lætur nærri að veruleiki stúdenta og verkamanna hafi verið tveir aðskildir heimar. Verkamenn voru því margir hverjir tortryggnir því þeir litu á stúdenta sem forréttindahóp. Stúdentar lögðu hins vegar áherslu á að þeir vildu samfélag án stéttaskiptingar. Fyrstu verkföllin hófust 13. maí en þau breiddust hratt út eftir 18. maí og það voru ekki einungis verkamenn sem lögðu niður vinnu heldur bættust sífellt fleiri starfsstéttir í hópinn. Almenningssamgöngur lögðust af, margvísleg þjónusta lá niðri og sífellt erfiðara varð um alla aðdrætti. Ekki hafði komið til götubardaga eftir að lögreglan dró sig í hlé og stúd- entar yfirtóku Sorbonne. En það reyndist svikalogn því brátt urðu atburðir sem hleyptu öllu í bál og brand á nýjan leik. Stúdentaleiðtoginn Daniel Cohn- Bendit hafði brugðið sér til útlanda til að kynna baráttuna fyrir erlendum æskulýð en þegar hann hugðist snúa aftur til Frakklands var hann stöðvaður við landamærin. Þessi nafntogaði stúdentaleiðtogi átti sér sérstæðan bak- grunn sem varð til þess að frönsk stjórnvöld sáu sér leik á borði. Hann var fæddur í Frakklandi árið 1944, þegar landið var hernumið af Þjóðverjum, en foreldrar hans voru þýskir gyðingar sem flúið höfðu land áður en heimsstyrj- TMM_4_2018.indd 28 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.