Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 34
Þ o r va l d u r S i g u r b j ö r n H e l g a s o n 34 TMM 2018 · 4 Erla sátuð hjá trénu og lékuð ykkur með gjafirnar. Ég stóð fyrir framan húsið og horfði upp í himininn. Stéttin var regnvot en loftið furðu hlýtt. Tvö snjókorn svifu niður úr myrkrinu. Ég greip annað þeirra með tungunni, gretti mig við súrt bragðið. Þegar ég leit niður stóð hún hinum megin götunnar og horfði á mig. Léttklædd og skítug með þvældan bakpoka, rauðbrúnar krullurnar stóðu í allar áttir. Hún brosti og ég leit undan. Ég hafði ekki hugmynd um hver hún var en hún horfði á mig eins og hún þekkti mig. Eins og við værum gamlir vinir. Þannig var Úlf- hildur. Maður hafði alltaf á tilfinningunni að hún vissi meira en hún lét uppi. Mér fannst hún eitthvað svo umkomulaus þarna ein úti á götu á sjálfu aðfangadagskvöldi og þrátt fyrir að ég væri feiminn við hana, eins og reyndar við allar stelpur á þessum aldri, ákvað ég að bjóða henni inn. Ég spurði hana hvað hún væri að gera og þegar ég áttaði mig á því að hún væri útlensk gaf ég henni bendingu um að fylgja mér. Ég náði að lauma henni niður í herbergið mitt án þess að nokkur sæi til. Síðan færði ég henni smá hangikjöt og uppstúf á diski sem hún skóflaði upp í sig eins og hún hefði ekki borðað neitt í marga daga. Mamma og pabbi voru ekki ánægð þegar þau komust að því að ég hefði boðið ókunnugri stelpu heim og hvað þá útlendingi! Ég man að pabbi tautaði eitthvað um flóttamenn en mamma var örlítið rólegri og reyndi hvað hún gat til að tala við Úlfhildi. Að lokum tók pabbi málin í sínar hendur og hringdi í lögregluna sem tjáði honum að þetta væri mál fyrir útlendingastofnun og þau gætu því ekkert gert. Svo fór að mamma og pabbi ákváðu að leyfa henni að gista hjá okkur til morguns og hringja svo í útlendingastofnun, nema hvað að lokað var hjá þeim yfir hátíðarnar og Úlfhildur var því hjá okkur yfir jólin. Hún fékk að gista á dýnu inni hjá mér. Pabbi og mamma voru mjög varkár yfir þessu öllu saman og voru að sniglast í kringum herbergið mitt löngu eftir að við Úlfhildur fórum í rúmið. Einu fötin sem hún hafði voru þau sem hún klæddist; brún og slitin mussa og gráar ullar- brækur, svo gömul og tætt að þau virtust hafa getað komið frá Þjóð- minjasafninu. Ég lánaði henni því gamlan stuttermabol og fótboltastutt- buxur fyrir náttföt. Hún virtist ekki vera vön því að bursta í sér tenn- urnar og skríkti óstjórnlega þegar hún reyndi það sjálf eftir að ég hafði látið hana fá auka tannbursta og sýnt henni handtökin. Eftir að við vorum háttuð lágum við vakandi í nokkrar mínútur. Úlfhildur hvíslaði einhverju til mín og ég gerði mitt besta til hlusta eftir kunnuglegum orðum en ég skildi ekki neitt. Tungumálið hennar var furðulegra en nokkuð sem ég hafði heyrt og hljómaði eins og eitthvað aftan úr forn- eskju. TMM_4_2018.indd 34 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.