Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 36
Þ o r va l d u r S i g u r b j ö r n H e l g a s o n 36 TMM 2018 · 4 og fengið þau svör að þetta væri málefni fyrir barnaverndarnefnd. Ég heyrði pabba slá inn númerið á símanum sínum og stuttu seinna hóf hann að útskýra aðstæðurnar fyrir manneskjunni á hinum endanum. Pabbi lýsti því hvernig Úlfhildur hefði birst á heimili okkar á aðfanga- dagskvöld en minntist ekkert á mig í því samhengi. Hann jánkaði marg- oft og skaut inn athugasemdum um útlit og klæðaburð Úlfhildar og hið óskiljanlega tungumál hennar. Þegar hann hafði lagt á beindi hann aftur orðum sínum til mömmu og ég fann hvernig stór hnútur myndaðist í maga mínum: „Þau koma eftir hálftíma að sækja hana.“ Ég spratt út úr skápnum og skimaði í örvæntingu eftir Úlfhildi. Ég sá úfinn, rauðan kollinn hennar nálgast upp stigann, hljóp á móti henni, greip um hönd hennar og leiddi niður á neðri hæð hússins. Úlfhildur var hissa á svip en fylgdi mér eftir án þess að streitast á móti. Á pers- neska teppinu fyrir neðan stigann láguð þið Erla og lékuð ykkur með Duplo kubba. Erla kallaði upp yfir sig þegar hún sá Úlfhildi: „Úlla!“ Ég reyndi að sussa á hana en það var of seint. Frá efri hæðinni heyrði ég pabba kalla á mig. Hann sagðist þurfa að tala við mig en ég vissi betur. Ég stökk inn í þvottahús með Úlfhildi í eftirdragi og opnaði bakdyra- hurðina sem lá út í garð. Við höfðum hvorki tíma til að klæða okkur í skó né útiföt og sokkarnir mínir urðu votir þegar ég hljóp yfir hrímað grasið. Við smeygðum okkur inn í garðskýlið og lögðumst á kalt hellu- gólfið með bökin upp við klappstóla úr plasti. Andardráttur okkar varð að gufu sem í dimmunni minnti mig á reykinn úr rafrettunni hennar mömmu. Úlfhildur sagði eitthvað við mig en ég sussaði á hana. Fyrir utan kölluðu pabbi og mamma á okkur. Við Úlfhildur hjúfruðum okkur upp að hvort öðru og reyndum að hlusta ekki á raddirnar sem nálguð- ust. Ég var farinn að skjálfa en kuldinn virtist ekki hafa nein áhrif á Úlf- hildi, frá henni stafaði hlýju og þegar hún tók utan um mig fann ég að mér hætti að vera kalt. Skyndilega var hurðinni á garðskýlinu hrundið upp og pabbi kom æðandi inn til okkar. Hann tók í Úlfhildi og rykkti henni frá mér. Hún streittist á móti en pabbi var sterkari og dró hana út úr skýlinu. Ég hljóp á eftir þeim, öskraði á hann að hætta og reyndi að toga Úlfhildi til baka en mamma kom og greip utan um mig. Hún hvíslaði til mín og reyndi að róa mig niður en ég hélt bara áfram að öskra. Pabbi fór með Úlfhildi aftur inn en mamma varð eftir með mér í garðinum þangað til ég róaðist. Hún útskýrði fyrir mér stöðuna, sagði að það væri manneskja frá barnavernd á leiðinni til okkar. Það þyrfti að fara yfir mál Úlfhildar og hjálpa henni að komast aftur til foreldra sinna. Ég var hættur að öskra, tárin láku niður kinnarnar og lentu á stéttinni ásamt nokkrum fölum snjókornum. TMM_4_2018.indd 36 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.