Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 41
„ É g v i l e k k i y r k j a u m d a u ð a n n “ TMM 2018 · 4 41 Hjalti Hugason „Ég vil ekki yrkja um dauðann“ Um dauðann og Guð í ljóðum Ingibjargar Haraldsdóttur Ingibjörg Haraldsdóttir (1942–2016) var af fyrstu kynslóð nútíma Íslendinga. Hún mótaðist í samfélagi á miklu breytingaskeiði um daga síðari heims- styrjaldarinnar og í kjölfar hennar. Breytingarnar á flestum sviðum voru svo örar að kalla má byltingu. Í því sambandi er nærtækt að vísa til byltingarinnar sem varð á sviði ljóðagerðar þegar atómskáldin komu fram – Ingibjörg var af fyrstu skáldakynslóðinni sem óx upp í „nútímanum“ eða módernismanum í íslenskum bókmenntum. Aðstæðum og viðhorfum á mótunarskeiði sínu lýsti hún svo að menntun hafi þá staðið allri alþýðu til boða í mun ríkari mæli en áður: Auk þess var þjóðfélagið að rétta úr kútnum, kreppan að mestu gleymd og stríðið langt að baki. Framundan hlutu að vera betri tímar. Að vísu vofði atómsprengjan yfir okkur alla daga, en hún var sem betur fór ekki verulega áþreifanleg.1 Á öðrum stað sagðist hún hafa trúað „á bjarta framtíð og betri heim.“2 Samt bjó þessi kynslóð við margvíslega ógn enda stóð kalda stríðið sem hæst þegar hún óx úr grasi. Ingibjörg nýtti möguleikana sem höfðu opnast til hins ítrasta og lagði inn á nýjar og óþekktar brautir fyrir íslenskar konur er hún ákvað að læra kvik- myndaleikstjórn. Hún varð auk þess víðförulli en flestir Íslendingar á sjö- unda og áttunda áratugi liðinnar aldar en hún dvaldi fyrst í sex ár í Moskvu og síðan önnur sex á Kúbu.3 Forsendur hennar til að tjá reynslu og hugarheim samtíma síns voru einstakar þar sem hún var meiri nútímamanneskja en flestir landar hennar. Mörg ljóða hennar má því skoða sem eins konar safn- gler sem birtir afleiðingar þeirra þjóðfélagsbreytinga sem gengið höfðu yfir. Hafnaði hefðbundnum stefjum Áhrif nútímans á ljóðagerð Ingibjargar koma hvað best fram í því að hún afneitaði þremur miðlægum stefjum hefðbundinnar ljóðagerðar: náttúrunni, upphafningu ættjarðarinnar og dauðanum. TMM_4_2018.indd 41 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.