Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 53
„ Þa ð a ð s k r i fa b æ k u r
TMM 2018 · 4 53
vona að fólk treysti mér, ég var allavega að reyna að gera heiðarlegt listaverk
– ég er ekki bara að trolla! Ég óttast samt stundum að tónninn sé sleginn –
krafturinn í ákveðnum ásakandi fingrum er mikill og fólki oft furðu mikil-
vægt að niðursjóða listaverk í einhver einföld sándbæt, með eða á móti.
Það er samt ekki hægt að neita því að spurningin vaknar, hún gerði það
í það minnsta hjá mér, um hver hefur réttinn til að tala. Ég gerði eigin-
lega strax ráð fyrir að það væri hluti af pælingunni. Þú talar um þetta á
nokkrum stöðum í bókinni, til dæmis þegar Hans Blær, sem þá hét Ilmur,
kemur út sem intersex í útvarpinu og gerir þá alla kjaftstopp. Hán hefur
allt í einu öðlast nýjan rétt til þess að tala. Hver er þín afstaða til þessa með
tilliti til þessarar bókar?
Einn af síðri fylgifiskum þess sem er kallað ídentítetspólitík er ákveðin
tilhneiging til þess að líta fyrst til þess hver segir eitthvað og láta það síðan
vega furðu þungt þegar lagt er mat á það sem viðkomandi segir. Við stillum
tortryggninemana og viðkvæmni þeirra eftir þessu. Þetta er slæm pólitík af
ótal ástæðum. Meðal annars vegna þess að það gefur kapítalinu færi á að
hvítþvo sjálft sig með líberalískum ráðningarferlum og gerir hinum ríku og
frægu kleift að vera í kastljósinu líka þegar það kemur að því að vera kúgaður
og undirokaður. En líka vegna þess að þetta getur hæglega snúist í höndunum
á þeim sem stunda slíka pólitík einsog verður ljóst í kringum fólk einsog Milo
Yiannopoulus, sem er samkynhneigður fasisti, giftur svörtum manni, Blaire
White, sem er trumpísk transkona, Kent Ekeroth sem er Svíþjóðardemókrati
af gyðingaættum og svo framvegis og svo framvegis.
Ég á ekki við að það skipti ekki máli hver segir hlutina og frá hvaða
sjónarhóli – það litar bókina Uppvöxt Litla-Trés að Forrest Carter, höfundur
hennar, hafi verið talsmaður Ku Klux Klan – en það er hætt við að maður
missi af mörgu, næstum öllu, ef maður lætur slíkan lestur ramma inn heilu
listaverkin.
Reynsla annarrar manneskju í öðrum aðstæðum getur aldrei orðið manni
fullkomlega skiljanleg og á sama tíma er það miðlun slíkrar reynslu sem er
hornsteinn allra frásagnabókmennta. Empatían, samlíðanin. Rithöfundar
reyna að búa til sögupersónur sem eru einstakar og ef vel tekst til öðlast þær
einhvers konar sjálfstætt líf. Það líf litar svo oft mann sjálfan og manns eigið
líf – mér finnst einsog ég hafi í senn fyrir löngu misst stjórn á Hans Blævi og
orðið hán, eða hluti hánar, hán hluti af mér.
Rithöfundar hafa hins vegar ekki „rétt“ til þess að segja eitt eða neitt eða
mæla fyrir hönd eins eða neins – hvorki í krafti listar sinnar, frekju sinnar né
djúpstæðra móralskra yfirburða. Ég hef engan „rétt“ til þess að segja „sögu
transfólks“ frekar en ég hef rétt til þess að skrifa sögu helfararinnar, um
barnadauða eða heim flóttamanna. Ég geri það bara. Það að skrifa bækur er
alltaf að einhverju marki siðlaus gjörningur. Og sennilega líka það fallegasta
sem maður getur gert heiminum.
TMM_4_2018.indd 53 6.11.2018 10:22