Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 58
H a l l a Þ ó r l a u g Ó s k a r s d ó t t i r 58 TMM 2018 · 4 og ég mildaðist allur. Þeir komu að spila í Helsinki, þar sem ég átti heima, og ég skipti við þá á bókum og miðum á tónleikana – þar sem þeir sýndu líka bíómyndina Heima – þeir buðu mér í eftirpartí og ég varð allur meyr og fór að sjá eftir hörkunni. Frábærir strákar, meina vel, og ekki fer ég að neita því að tónlistin hreyfi við manni? Að þeir kunni þetta og geri það vel? Mánuði síðar hitti ég vininn og spurði hann hvort hann hefði séð Heima og hann fór allur í hnút, viðurkenndi að þetta hefði nú farið yfir strikið, þjóð- rembingurinn væri orðinn alltof mikill, og við enduðum í sama rifrildinu og áður nema búnir að skiptast á skotgröfum, ég í hans og hann í mínum. Og höfðum báðir sitthvað til okkar máls. Ég held að fólk skipti miklu oftar um skoðun en maður ímyndar sér – og maður sjálfur – það gerist bara ekki í augnablikinu. Og það gerist ekki heldur átakalaust. Samfélagssamræðan er ekki og má ekki vera fasti og við verðum að geta leyft okkur að rífa svolítið kjaft, brýna svolítið raustina og jafnvel æpa þjóð- sönginn hvert á annað, blindfull og bláedrú. Það er kannski ekki málefnalegt en það er mannlegt og gleðilegt og við megum alveg við því. Góð átök eiga að geta verið einsog að dansa við einhvern – dansinum geta fylgt ýtingar, tramp á tám, taktleysi, gredda, andfýla, ást, bjórstokkin gólf, reykfyllt rými og allt þar á milli. Og stundum strunsar maður út af dansgólfinu, alveg kominn með nóg af þessu rugli. En ef maður gleymir því að manni finnst gaman að dansa – að það er hreinlega lífinu mikilvægt – hefur maður misst ansi mikið. Hverju viltu ná fram með þessu verki? Eða hvað vill Hans Blær? Maður á ábyggilega ekki að viðurkenna það en ég hef ekki hugmynd um hverju ég vil ná fram með þessu verki – frekar en Hans Blær veit hvað hán ætlast fyrir með hegðun sinni. Þetta er allt einhvers konar ferðalag eða rann- sókn. Ef ég vissi hverju ég vildi ná fram með einhverri vissu væri ég sennilega aktífisti eða sjálfshjálparbókarhöfundur eða eitthvað álíka – eftir atvikum. Skáldskapur er aðferð til þess að hugsa sem krefst þess ekki að maður komist að neinni niðurstöðu – troll er svo aðferð til þess að hugsa sem minnst og komast ekki að neinni niðurstöðu. Ég geri raunar þá einu kröfu á skáldskap, sem lesandi, að hann mati mig ekki á niðurstöðu eða einhlítum svörum. Ég vil að sýn mín á heiminn sé stærri og flóknari þegar ég legg frá mér bók en áður en ég tók hana upp. Margbrotnari. Og kannski vil ég líka finna fyrir þeirri tilfinningu að það sé alltílagi. Að það sé alltílagi að heimurinn sé flókinn og stór og það séu engin einhlít svör heldur verði maður bara að halda áfram að pota sig áfram í myrkrinu, misstíga sig, meiða sig og aðra og lifa í limbói. Mér finnst bókin að miklu leyti fjalla um vald. Valdið, sem oft er talað um innan trans hreyfingarinnar, til að skilgreina sig (eða ekki) sjálf, felur ekki í sér ofbeldi, en á sama tíma virðist samfélagið upplifa það sem einhvers konar ógn. TMM_4_2018.indd 58 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.