Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 70
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 70 TMM 2018 · 4 lífs. Um leið og hún er gysmál er hún hrífandi átakanleg og falleg. Uppruni hans og ævilok eru að vísu í órofasambandi hvort við annað en þó eins og tvö skaut á sama hnettinum. Heimurinn kom Sigurði ekkert við, og það var tiltölulega lítið sem Sigurði kom við af heiminum […] Gæfa hans og ógæfa voru eins og samankræktir hrútar á heiðum uppi, sem verða að bíða síns dóms. Hæfileikar hans og hæfileika- leysi voru eins og samvaxnir tvíburar sem urðu að vera þar sem þeir eru komnir. Um leið og ekki er hægt að treysta honum á ýmsum sviðum, treysta honum allir á ýmsum sviðum. Um leið og hann er persónulega sterkur er hann ósjálfbjarga og gengur meðfram vegkantinum á fólksins braut, eins og lítið barn við rúmstokkinn. Aðhlátur og aðdáun, á einu og sama brettinu, er svipur minningarinnar um lífsferil hans. Skemmtun og harmur gera forlög hans, hlið við hlið […] Ofarlega í sveitinni sem heitir íslenzkasta nafninu af öllum sveitum í þessu landi: Jökuldalur, þrátt fyrir það, að þar finnst ekki ein einasta snjófönn eftir að vetrarsnjóar eru leystir, og í víðari löndum en nálega allra annarra sveita, stendur stórbýlið Eiríks- staðir á Jökuldal. Nýtt og gamalt stórhöfðingjasetur, við geysilega heiðarvídd og smalaþörf. Neðarlega á túninu stendur lítil kirkja, og skammt þar frá, sem Jökulsá byltir sér í klettalegstað sínum. Umhverfis þessa kirkju er lítill kirkjugarður. Þar hvíla bein Sigurðar smala. Það hefur enginn sett stein á leiði hans, og það á ekki við að setja stein á leiði hans. Það væri að snúa við allri heimsins hefðarsögu, ef legsteinn með áletruninni: Sigurður smali, fyndist í nokkrum kirkjugarði. Nei, legsteinar hafa sína þýðingu, sína gerð og sín tákn í sögunni, og Sigurður smali er fyrir utan þetta allt saman. Eins og hann er upprunalaus og ævisögulaus í þessum heimi, þá er hann líka legsteinslaus á moldum sínum. […] Hvítavoðir hans voru á Skjöldólfsstöðum, þegar hann var um tvítugt að árum, og hlutverk hans frá hvítavoðum var eitt og hið sama, að auka í smalalag sveitarinnar og það gerði hann svo eftirminnilega, að það er ómögulegt að komast fram hjá þessum ómi: Sigurður smali af Jökuldalnum, meðan sveitin er smalaland eins og hún hefur alltaf verið. Líf Jökuldælinga er smalalíf, þörf sveitarinnar er smalaþörf, og þeir sem slíta lífi sínu á Jökuldal standa í órofa sambandi við Sigurð smala um líf og sögu […] Þeir sem skilja Jökuldal og Jökuldalssögu, skilja óminn í þessu sérstæða ávarpi: Sigurður smali af Jökuldalnum. Jökuldalur er stór af mörgu, en stærstur af heiðum sínum og heiðalífi. Heiðalífið er féð og smalarnir. Féð og smalarnir gefa Jökuldal einn sérstakan svip, öryggisleika og sjálfstæðis, yndisleika og starfsgleði, áhuga árvekni og lífsnautnar, sem gerir þessa sveit að einskonar álflundi í mennskra manna landi. Nafn- laust er þetta líf fyrir utan ærnöfn og samheitið smali. Þó gæti það heitið: draumurinn um féð í Sauðfríðarsveit. Aðeins einn maður hefur hlotið nafn af álfleikunum í draumi sveitarinnar: Sigurður smali af Jökuldalnum. TMM_4_2018.indd 70 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.