Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 74
G u ð r ú n S t e i n þ ó r s d ó t t i r 74 TMM 2018 · 4 Guðrún Steinþórsdóttir Ætlar þessum frásögnum aldrei að ljúka? I „Án ímyndunar minnar kæmist ég ekkert,“ segir Z, ein aðalpersóna skáld- sögunnar Z: ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur.1 Orð Z leiða þanka manns að eigin upplifun af lestri skáldskapar því án ímyndunaraflsins væri hann eflaust ekki ómögulegur en ég leyfi mér að fullyrða: vægast sagt leiðinlegur. Í haust hef ég til að mynda legið í ferðalögum. Ég hef heimsótt Strandir og kynnst fólkinu sem þar býr, barist gegn óréttlætinu í Nangijala með bræðrunum Karli og Jónatani Ljónshjarta og meira að segja hitt konu með hund í Moskvu. Einhver gæti sagt að ég hefði ekkert farið á þessa staði og kynnst þessu fólki, en það er bara þröngsýni – því ímyndunaraflið gerir kraftaverk! Hér verður fjallað um fólkið sem við kynnumst þegar við lesum bækur, samband okkar við það og hvaða hlutverki það og aðrir ímyndaðir félagar geta gegnt í lífi okkar. En fyrst verður rætt um ólíkar tegundir ímyndaðra sambanda, skil- greiningar á ímynduðum vinum og mismunandi viðhorf í þeirra garð. II Ímyndaðir vinir geta verið margvíslegir og samböndin við þá varað í lengri eða skemmri tíma. Þó öllum samskiptum við þá sé stjórnað af einni mann- eskju er vináttan við þá samt talin gagnvirk eins og tveir einstaklingar komi að henni. Ímynduð samskipti eiga það sameiginlegt með raunverulegum að þau fela í sér tilfinningar og upplifun á ákveðnum kostum sambanda, eins og nánd, stuðningi og félagsskap. Raunar er mikilvægur þáttur ímynduðu sam- skiptanna félagslegur því þau geta orkað eins og vettvangur fyrir einstakling til að æfa sig í að takast á við ýmis viðfangsefni sem kunna að koma upp í raunverulegum samskiptum.2 Ímyndaðir vinir hafa verið flokkaðir á ýmsan máta en gróflega má skipta þeim í fjóra flokka: Í fyrsta lagi eru það ímyndaðir vinir sem eru algjörlega skapaðir frá grunni en þeir geta til dæmis verið fólk, geimverur, dýr og tröll. TMM_4_2018.indd 74 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.