Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 74
G u ð r ú n S t e i n þ ó r s d ó t t i r
74 TMM 2018 · 4
Guðrún Steinþórsdóttir
Ætlar þessum frásögnum
aldrei að ljúka?
I
„Án ímyndunar minnar kæmist ég ekkert,“ segir Z, ein aðalpersóna skáld-
sögunnar Z: ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur.1 Orð Z leiða þanka manns að
eigin upplifun af lestri skáldskapar því án ímyndunaraflsins væri hann eflaust
ekki ómögulegur en ég leyfi mér að fullyrða: vægast sagt leiðinlegur. Í haust
hef ég til að mynda legið í ferðalögum. Ég hef heimsótt Strandir og kynnst
fólkinu sem þar býr, barist gegn óréttlætinu í Nangijala með bræðrunum
Karli og Jónatani Ljónshjarta og meira að segja hitt konu með hund í Moskvu.
Einhver gæti sagt að ég hefði ekkert farið á þessa staði og kynnst þessu fólki,
en það er bara þröngsýni – því ímyndunaraflið gerir kraftaverk! Hér verður
fjallað um fólkið sem við kynnumst þegar við lesum bækur, samband okkar
við það og hvaða hlutverki það og aðrir ímyndaðir félagar geta gegnt í lífi
okkar. En fyrst verður rætt um ólíkar tegundir ímyndaðra sambanda, skil-
greiningar á ímynduðum vinum og mismunandi viðhorf í þeirra garð.
II
Ímyndaðir vinir geta verið margvíslegir og samböndin við þá varað í lengri
eða skemmri tíma. Þó öllum samskiptum við þá sé stjórnað af einni mann-
eskju er vináttan við þá samt talin gagnvirk eins og tveir einstaklingar komi
að henni. Ímynduð samskipti eiga það sameiginlegt með raunverulegum að
þau fela í sér tilfinningar og upplifun á ákveðnum kostum sambanda, eins og
nánd, stuðningi og félagsskap. Raunar er mikilvægur þáttur ímynduðu sam-
skiptanna félagslegur því þau geta orkað eins og vettvangur fyrir einstakling
til að æfa sig í að takast á við ýmis viðfangsefni sem kunna að koma upp í
raunverulegum samskiptum.2
Ímyndaðir vinir hafa verið flokkaðir á ýmsan máta en gróflega má skipta
þeim í fjóra flokka: Í fyrsta lagi eru það ímyndaðir vinir sem eru algjörlega
skapaðir frá grunni en þeir geta til dæmis verið fólk, geimverur, dýr og tröll.
TMM_4_2018.indd 74 6.11.2018 10:22