Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 85
I l l f y g l i
TMM 2018 · 4 85
Brynjólfur Þorsteinsson
Illfygli
PÁLÍNA: Mamma varaði mig við honum, sagði að við hefðum ekki
þekkst nógu lengi, að ég vissi ekki hverjum ég væri að giftast. Ég hlustaði
auðvitað ekki á hana. Við erum ástfangin! æpti ég bara og rauk á dyr.
Það var svo stuttu eftir brúðkaupið að ég tók eftir því að nefið á honum
– langt og bogadregið – var alls ekkert nef, heldur goggur. Hvernig það
fór fram hjá mér í þetta tæpa ár sem við vorum búin að vera saman er
erfitt að segja, en ég lét þetta samt ekkert trufla mig. Goggur er goggur
og lítið við því að gera.
*
HALLDÓRA: Ég keypti mér íbúð í Hlíðunum og var alveg þvílíkt ánægð
með kaupin. Staðsetningin góð og svona. En fyrstu nóttina mína í íbúð-
inni – ég var ekki einu sinni almennilega flutt inn, svaf á dýnu inni í
svefnherbergi, umkringd kössum – vaknaði ég við barnsgrát. Helvítis,
hugsaði ég, andskoti og hugsanlega eitthvað fleira tengt skrattanum, því
að barnsgrátur er versta hljóð sem ég get ímyndað mér. Maður fær auð-
vitað aldrei að skoða íbúðir á nóttunni, en það er einmitt þá sem ýmislegt
getur komið í ljós. Mér leið eins og ég hefði verið svikin.
*
VÍÓLA: Pabbi gaf fuglunum stundum hérna áður fyrr. Aðallega á
veturna, til að halda lífi í litlu kvikindunum. Garðurinn var alltaf fullur
af þeim. Einu sinni – ég var svona átta ára – var ég að horfa á fuglana
útum stofugluggann þegar þeim brá eitthvað. Heyrðu kannski í krumma
einhverstaðar. Flestir þeirra flugu upp og í burt en nokkrir, kannski sex
eða sjö, flugu beint á gluggann. Einn af öðrum, bomm, bomm, bomm,
og mér fannst það alveg óborganlega fyndið. Fuglar eru mér ekki að
TMM_4_2018.indd 85 6.11.2018 10:22