Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 102
L ó a H l í n H j á l m t ý s d ó t t i r 102 TMM 2018 · 4 og hanaandlitið, sem hljóp um hátíðina og virtist vera að leika í sinni eigin bíómynd. Í anddyri hallarinnar var hægt að mála verur úr leiknum Warhammer með agnarsmáum penslum undir leiðsögn þrautþjálfaðra atvinnumanna. Á sama stað var einnig búið að útbúa spilasal á vegum Spilavina. Þar sátu ungir sem aldnir og spiluðu borðspil úr ótrúlegu úrvali sem starfsfólk búðarinnar hafði komið fyrir í hillum um allan salinn. Gestir Miðgarðs gátu flakkað milli borða og tyllt sér þar sem vantaði spilafélaga eða fengið áhugasaman Spilavin til að leiðbeina sér. Spilavinir hafa verið starfræktir í rúman áratug og fyrir þau sem hafa ekki enn uppgötvað þennan griðastað í Skeifunni er hiklaust hægt að mæla með heimsókn þangað. Þeir eiga það sameiginlegt með Nexus að vera ekki aðeins búð með varning heldur fóstra þeir samfélög. Spilavinir halda regluleg bekkjar- og spilakvöld og á opnunartíma búðarinnar taka þeir vel á móti gestum og gangandi. Nexus heldur úti ýmiss konar félagsstarfi. Má þar helst nefna Nexus Noobs sem er félagsskapur fyrir börn og unglinga sem snýst að miklu leyti um spil og samveru og þar er hægt að velja sér hópa eftir félagslegum styrkleika þátttakenda. Fólk á vegum Nexus Noobs var með kynningarbás í stóra salnum í Miðgarði og þar var hægt að kynna sér málið og rabba við sálfræðinginn og kennarann sem standa að þessu verk- efni. Á móti þeim sat fólk frá hryllings-, fantasíu- og vísindaskáldskaparráð- stefnunni Ice Con sem var haldin skömmu síðar. Þau buðu upp á kaffi og kex og kynntu verkefni sitt fyrir Miðgarðsförum. Í einu horninu í aðalsalnum höfðu víkingar einnig hreiðrað um sig í tjöldum og á klukkustundar fresti var blásið til slagsmála. Ómur í dýrahorni barst um salinn og því næst birtust glaðlegir víkingar og slógust. Áhorfendur skemmtu sér og hlógu og virtist sem þarna væri á ferðinni hæfileg blanda af gamni og alvöru. Með reglulegu millibili kom hópur af orkum úr hugarheimi J.R.R. Tolkien og arkaði um salinn. Þau voru ekki bara í búningum heldur sinntu þau hlutverkum sínum af mikilli alvöru. Munurinn á cosplay og fólki í öskudagsbúningum er nefni- lega sá að það fyrrnefnda krefst meiri leikrænna tilburða og búningarnir mega helst ekki vera keyptir beint úr búð. Orkahópurinn hafði augljóslega haft mikið fyrir búningunum og aukahlutum enda varð hann í öðru sæti í búningakeppni helgarinnar. Meðfram einum veggnum í aðalsalnum sátu einyrkjar við bása sína. Þar mátti meðal annars finna teiknara, myndasöguhöfunda og litlu mynda- söguútgáfuna Frosk. Teiknarar létu óskir rætast og teiknuðu eftir pöntunum og myndasöguhöfundar árituðu bækur. Útgáfan Froskur er stórmerkilegt fyrirbæri. Eigandinn er teiknarinn Jean Posocco og sér hann nánast einn síns liðs Íslendingum fyrir íslenskum þýðingum á erlendum myndasögum. Hann stendur í því göfuga verkefni að gefa út klassíska titla eins og Ástrík og Steinrík og Sval og Val. Útgáfan er rekin af mikilli hugsjón því markaðurinn fyrir myndasögur á tungumáli sem fáir tala er ekki ýkja stór eins og gefur að skilja. Á móti einyrkjaganginum var bangsasölumaður sem seldi dúnmjúk TMM_4_2018.indd 102 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.