Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 107
Fa s i s m i f o r t í ð a r o g b l i k u r v i ð s j ó n a r r ö n d TMM 2018 · 4 107 skoðunar að í raun væri hugtakið ónothæft og marklaust þegar svo margs konar og ólík merking væri lögð í það: Ef þú biður venjulegt fólk í þessu landi [Bretlandi] að skilgreina fasisma þá er svarið venjulega að benda á stjórnir Þýskalands og Ítalíu. En þetta er mjög ófullnægjandi því að jafnvel helstu fasistaríkin eru ólík hvert öðru að uppbyggingu og hugmynda- fræði. Það er ekki auðvelt til dæmis að láta Þýskaland og Japan passa í sama mótið og enn erfiðara jafnvel með sum litlu ríkin sem lýsa má sem fasískum. Það er venjulega gert ráð fyrir til dæmis að fasismi sé undantekningalaust stríðsstefna sem þrífst í andrúmslofti styrjaldarbrjálæðis og geti aðeins leyst efnahagsleg vandamál með stríðsundirbúningi og landvinningum í öðrum löndum. En þetta er ekki rétt ef litið er til Portúgals eða ýmissa einræðisríkja Suður-Ameríku. Einnig er andúð á gyðingum talin vera eitt helsta einkenni fasisma en sumar fasistahreyfingar eru ekki gyðingahatarar. … Þegar við notum hugtakið fasismi yfir Þýskaland eða Japan eða Ítalíu Mússólínís þá vitum við í meginatriðum hvað það merkir. Það er fremur í innanlandspólitíkinni sem þetta orð hefur tapað merkingu sinni. Því ef þú skoðar fjölmiðla þá muntu sjá að það er eiginlega enginn hópur fólks, og örugglega enginn stjórnmálaflokkur eða skipulögð samtök af neinu tagi, sem hefur ekki verið úthróp- aður sem fasískur á síðustu tíu árum.3 Það lá beinast við í upphafi þessara skrifa að leita á veraldarvefnum að skil- greiningum á fasisma (e. facism). Eins og við er að búast eru þær margar og misítarlegar en kjarninn í þeim öllum er að fasismi sé stjórnarfyrir- komulag sem einkennist af einræði og brýtur í krafti þess á bak aftur alla andstöðu og gagnrýni, hefur tögl og hagldir í efnahags- og atvinnulífi, auk þess að einkennast af öfgafullri þjóðernishyggju og rasisma.4 Á vef Merriam Webster-orðabókarinnar er fjallað um hlutbundna sögu orðsins og táknræna merkingu þess í höndum ítalskra fasista. Enska orðið fascism og fascist eru dregin af ítölsku orðunum fascismo (fasismi) og fascista (fasisti), sem eiga rætur að rekja til orðsins fascio, í fleirtölu fasci, sem notað er yfir böggul, knippi eða hóp. Orðið fascista var fyrst notað yfir meðlimi pólitísks hóps á Ítalíu (fascio) árið 1914. Árið 1919 var heitið fascista notað yfir svartstakka í bardagasveitum Benitos Mussolini (Fasci di combattimento) sem náðu völdum á Ítalíu árið 1922. Um leið gerði Mussolini knippi af kornstönglum ásamt öxi að tákni ítalska fasistaflokksins, sem tákna átti ítölsku þjóðina sameinaða og hlýðna undir einræðisstjórn hans. Enska orðið fascist var fyrst notað yfir meðlimi fasistahreyfingar Mussolinis en var síðan yfirfært á fleiri hreyfingar sem aðhylltust svipaða hugmyndafræði.5 Áðurnefndur Robert O. Paxton skilgreinir fasisma í riti sínu The Anat- omy of Fascism sem tiltekið form af pólitískri hegðun sem einkennist af þráhyggjuhugmyndum um hnignun og niðurlægingu samfélagsins, eða að það sé fórnarlamb vondra áhrifa og afla og til bjargar því komi fasisminn, herskáir talsmenn hans, flokkur þeirra og stuðningsmenn, sem veita ekki aðeins viðspyrnu heldur endurreisa samfélagið undir merkjum samstöðu, krafts og hreinleika. Farið er fram með ofbeldi og öllum lýðræðislegum TMM_4_2018.indd 107 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.