Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 109
Fa s i s m i f o r t í ð a r o g b l i k u r v i ð s j ó n a r r ö n d TMM 2018 · 4 109 Fasísk hreyfing stofnuð á Íslandi árið 1933 Ísland á sér, líkt og mörg önnur lönd á uppgangsárum fasisma í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar, sögu um stuðning við eða andúð á fasisma. Hall- dór Laxness skrifar t.d. á þá leið í smásögu sinni „Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933“ að Íslendingar skilji ekki hina dýpri merkingu einkennis- búninga og þaðan af síður virðingarröð þeirra, en sagan birtist í Rauðum pennum árið 1938.10 Íslendingum er vorkunn og þeir hafa sínar málsbætur í þessu, segir þar líka og því til skýringar: „Ísland er eina landið í heiminum þar sem hermenn eru ekki til, og því hefir þessi fátæka þjóð orðið að fara á mis við þann alkunna dýrðarljóma sem stafar af einkennisbúningum, ásamt þeim háu titlum og gráðum sem fylgja þessum sérkennilega fatnaði.“11 Enda fer það svo í smásögunni að vankunnátta kotroskins íslensks pilts um virðu- leika einkennisbúninga veldur árekstrum milli landans og ítölsku fasistanna og fara hinir síðarnefndu loks í fússi af landi brott, sármóðgaðir fyrir sína hönd og Mússólínís.12 Í sögunni beitir Halldór Laxness háði til að deila listilega á fasisma og reigingslegar táknmyndir hans en reyndar höfðu í raun og veru gerst þau tíðindi að hér í fásinninu lenti árið 1933 flokkur ítalskra flugvéla og í land gengu einkennisklæddir liðsmenn Mussolinis. Ólíkt því sem gerðist í smá- sögu Laxness tóku íslenskir ráðamenn praktuglega á móti flugflota ítalska fasistaforingjans og þeir höfðu hér hina bestu dvöl. Í frétt Morgunblaðsins af komu Ítalanna sagði meðal annars um Mussolini: „Hinn samtaka þjóðar- vilji birtist í einum manni, er talað gat þrótt, kjark og framtíðarhugsjónir í alla, háa sem lága,“ og væri það „Íslendingum óblandið ánægjuefni að geta á einum áfangastað orðið sjónarvottar að hinum ítalska stórhug, djörfung og frama.“ Mannfjöldi safnaðist saman til að taka á móti Ítölunum, „þar á meðal voru Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra og Jón Þorláksson borgarstjóri,“ sagði ennfremur.13 Meðal þeirra sem fylgdust með komu Ítalanna var hópur yfirlýstra aðdá- enda fasismans. „Nokkrir þjóðernissinnar voru og þar í einkennisbúningi sínum, og heilsaði foringi fararinnar, Balbo hershöfðingi, þeim sérstaklega alúðlega,“ sagði í Íslenskri endurreisn, málgagni þjóðernissinna.14 Þetta voru ungir menn sem höfðu fyrr á árinu stofnað samtök sem kenndu sig við þjóð- ernisjafnaðarstefnu undir kjörorðinu „Ísland fyrir Íslendinga“.15 Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem hérlendir menn litu ítalska fasista augum. Árið 1927 hitti Helgi Hjörvar, þáverandi kennari, sjálfan El Duche, Benito Musso lini, þegar Helgi var á ferð á Ítalíu í hópi norrænna kennara. Hittu þeir Mussolini í móttökuathöfn í ferðinni og hrópuðu að sögn Helga „norrænt húrra fyrir Ítalíu og Mussolini“ sem á móti kvaddi þá orðalaust með „kveðju fasista, hinni gömlu rómversku kveðju, beinum armi, upprjettum til hálfs“. „Höfðum við verið aðvöruð,“ skrifar Helgi áfram, „um það, að vera mætti að hann sýndi okkur þessa sæmd, og svöruðum við á sama hátt.“16 Helgi kveðst hafa TMM_4_2018.indd 109 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.