Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 113
Fa s i s m i f o r t í ð a r o g b l i k u r v i ð s j ó n a r r ö n d TMM 2018 · 4 113 að ferma þýskt fiskflutningaskip dag einn í september 1933 nema hakakross- fáninn, sem þar blakti við hún, yrði tekinn niður, eða „morðfáninn“ eins og þeir kölluðu hann. Þessu var umbúðalaust hafnað af skipstjórninni og þá fóru hafnarverkamenn í verkfall, allir sem einn. Gekk svo fram yfir hádegi og var staðinn verkfallsvörður. Ríkisstjórnin greip inn í og lét lögregluna ganga í málið og sjá til þess að skipið yrði afgreitt en fyrst var samið við for- ystu verkamannafélagsins Dagsbrúnar um að það léti deiluna afskiptalausa. Til að tryggja það mætti Héðinn Valdimarsson, formaður Dagsbrúnar, á hafnarbakkann og tilkynnti að félagið leyfði vinnu við skipið. Þar var þá komið mikið lögreglulið og þó að verkamenn þrjóskuðust við fóru leikar svo að þeir voru þvingaðir til að hefja vinnu við að lesta skipið. Verkamennirnir voru þó síður en svo beygðir í duftið því einhverjir í þeirra hópi neyttu færis þegar byrjað var að vinna um borð í skipinu, skáru niður hakakrossfánann og lögðu hald á hann. Lögreglan veittist að þeim og náðist fáninn aftur en þá rifinn upp að miðju og þannig var hann hnýttur upp í aftursigluna þar sem hann blakti „líkast og í hálfri stöng“. Lögreglan beitti kylfunum óspart á verkamennina og það sama gerði „erindreki nazistanna“ úr hópi Þjóðverja á skipinu „sem var vopnaður með marghleypu og drápskylfu … sem er stál- fjöður með blýi innan í. Barði hann verkamann einn, með morðvopni þessu, svo að hann er stórsærður. Annar félagi … fékk mikinn áverka af völdum lögreglunnar, svo að hann féll í ómegin. Fer þá skörin að færast upp í bekk- inn, þegar þýskir Hitlersbandittar eru látnir ráðast hér vopnaðir á fólk,“ segir í skrifum um atburðinn í blaði kommúnista, Gegn fasismanum, sem kom út í Reykjavík seint í september 1933. Lærdómurinn af þessum atburði var augljóslega sá frá sjónarhóli íslenskra kommúnista að ríkisvaldið stóð með fasismanum. Það hafði sigað lögreglu á íslenska verkamenn sem höfðu neitað að þjónusta skip undir merkjum hakakrossins því hann væri tákn þeirra afla sem brytu gegn lýðræði og mannréttindum með ofbeldi og skoðanakúgun.33 Í Morgunblaðinu voru mótmælin við Reykjavíkurhöfn, og þá einkum meðferð íslensku hafnarverkamannanna á hakakrossfánanum, kölluð skríls- uppþot og þjóðarskömm. „Það er að vísu ekki nein nýlunda, að kommún- istaskríll geri aðsúg að stjórnarfánanum þýska. Þetta hefir oft komið fyrir í flestum eða öllum nálægum löndum.“34 Þannig þóttu fasísku táknin ekki tilefni til mótmælaaðgerða á þessum tíma á hægri vængnum hérlendis. En var hægt að sýna hakakrossinum virðingu eða hlutleysi, eða að minnsta kosti leiða hann hjá sér eins og Morgunblaðið ætlaðist til? Var það sama og sam- þykki eða voru flestir hér á landi ólæsir eða í versta falli skeytingarlausir um framgang fasismans? Töldu menn, líkt og kom fram í Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins, þá undir forystu Jónasar frá Hriflu, að réttara væri að ráðast gegn fasískri hugmyndafræði en táknmyndum hennar á borð við hakakrossfánann? Í Tímanum árið 1933 er þessu síðarnefnda haldið fram og orðað á þá leið að „hatröm ofsókn gegn hakakrossmerkinu, sem þýskir nazistar hafa gert að stjórnarfána“ sé eitt af „kjánatiltækjum“ kommúnista. TMM_4_2018.indd 113 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.