Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 120
H u g v e k j u r 120 TMM 2018 · 4 Svo var haldið að þessum helgidómi byggingarlistar á 20. öld og gengum við fyrst upp á þakið. Það er flatt en á því standa lítil hús og allundarleg í laginu. Var mér sagt að þetta ættu að vera vinnustofur málara og annarra lista- manna, væntanlega þeirra sem fengju áður óþekktar hugdettur á þessum inn- blásna stað. En enginn var þar á ferli. Eftir það lá leiðin í lyftu niður á við og var þá komið í breiðan og óralangan gang með dyrum beggja vegna sem minntu mig á risahótel, eða amerískt tugthús. En kunningi minn leiddi mig í allan sannleika um þá djúpu hugsun sem lá að baki þessari skipan, blokkin var sem sé gerð í líkingu risafarþega- skips af því tagi sem einu sinni ristu öldur Atlantshafsins milli Evrópu og New York, íbúarnir voru í hlutverki far- þega og gátu fengið alla þá þjónustu sem slíkum mönnum stóð til boða. Einar dyrnar lágu að íbúð kunningja míns. Þar varð fyrst fyrir okkur borð- stofa með eldhúskrók, en hún var á eins konar svölum og beint fyrir framan hana og neðan var setustofa með risa- stórum glugga, enda var þar hátt til lofts, stofan náði yfir tvær hæðir. Þang- að var gengið niður stiga og kom þá í ljós að hún var ekki ýkja stór þrátt fyrir lofthæðina. Glugginn mikli vissi í vest- ur. Fyrir aftan þessa stofu, og undir borðstofunni, ganginum langa og ann- arri íbúð, voru tvö samhliða herbergi, afskaplega þröng og öll á lengdina, með vegg á milli sem hægt var að opna á einum stað með rennihurð. Við enda þeirra voru tveir gluggar sem vissu í austur. En ekki var útlitið fagurt hvernig svo sem horft var út um þessa þrjá glugga, þeir virtust helst nothæfir fyrir stjörnuskoðun eða til að tigna sólina kvölds og morgna, namaste Surya. Meðan ég gekk um salarkynnin fékk ég ítarlega útlistun á þeirri heimspeki sem bjó á bak við hönnunina. Íbúðin var nefnilega þannig úr garði gerð að allir hlutir voru staðsettir nákvæmlega á þeim stað þar sem kenning erkismiðsins gerði ráð fyrir að menn hefðu þörf fyrir þá, og var það ekki síst gert til að stuðla að friði á heimilinu, svo aldrei heyrðist þar önug rödd: „Kondu með tappatogar- ann, Gunna.“ Ég varð nokkuð hugsi yfir þessu, mannskepnan hefur nefnilega þann leiða galla að hún er óútreiknanleg, og er til dæmis aldrei hægt að segja fyrir um það með vissu hvenær hún skyldi þarfnast tappatogara. Því væri einfald- ara að snúa þessu við þannig að menn hefðu aldrei þörf fyrir neina hluti nema á því augnabliki þegar þeir væru staddir handarlengd frá þeim, á öðrum stöðum í íbúðinni sæju þeir enga nauðsyn fyrir þá, þeir væru þeim fjarri huga. En þetta er erfitt í framkvæmd. Þetta minnti mig því á orð sem sagnameistarinn Jón Kalman lét einu sinni falla á fundi með lærisveinum og -meyjum í Svartaskóla, þeim stað þar sem margt hefur verið spaklega mælt síðan á þrettándu öld. Hann var inntur eftir því hvað honum fyndist um tölvu- tæknina og allt það sem henni fylgdi, og svaraði: „Þetta er alveg fullkomin tækni, hún er bara gerð fyrir einhverja allt aðra dýrategund en mannkindina.“ Eins og málum er háttað í nútímanum hafa þessi orð vissulega mun víðtækara gildi, og mætti ekki síst hafa þau að leið- arljósi í öllum þeim deilum sem gengið hafa um húsagerðarlist vorra daga, og skotið hafa upp kollinum í Reykjavík: Hún er alveg fullkomin, ekki vantar það, en hún er gerð fyrir einhverja allt aðra dýrategund en Adamsniðja. (Enda flaug mér andartak í hug í löngu og þröngu herbergjunum að þarna myndi mér líða afskaplega vel, ef ég væri Fáfnir.) TMM_4_2018.indd 120 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.