Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 22
20
Taugaveiki stingur sér enn of víða niður. Sum tilfellanna reynast
paratyphus, sem er sjaldgæft. Mestur faraidur verður í Húsavíkur-
héraði og þar í Flatey á Skjálfanda, sem rneira segir af á næsta ári
og i Heilbrigðisskýrslum þá.
Læknar láta þessa getið:
Reykhóla. t júnímánuði kom upp veiki á einu heimili, sem reynd-
ist vera paratyphus B (greinilega abdominal typus). 2 sjúklingar
urðu mjög hart úti. Veikin breiddist ekki út frá heimilinu. Ekki var
hægt að komast að því, hvaðan veikin hafði borizt.
Isafí. Febris paratvphoidea fékk einn piltur á ísafirði í ágústmánuði.
Var ekki hægt að fá vitneskju um, hvar hann hefði smitazt. (I þess-
um mán. er annar sjúkl. skráður með febr. tvphoidea. Ef til vill sami
sjúkl.?).
Hesteyrar. Ekki orðið vart við neinn taugaveikissjúkling, smitbera
né heimili, er hætta stafi af.
Blönduós. Kom upp á Þvérá í Hallárdal i júlímánuði og sýkti 4.
Hafði húsmóðirin á heimilinu verið um tíma hjá konu einni, sem lengi
hefir verið grunuð um að vera smitberi, þótt það hafi aldrei sannazt,
þrátt fyrir endurtekna skoðun á saur. Skömmu eftir að nefnd hús-
móðir kom heim til sín, veiktist hvin og var við rúmið í 3 vikur, án
þess að læknis væri Ieitað, enda er heimilið afskekkt, og veikin var
væg. Nokkru síðar lagðist bóndinn á heimilinu og drengur og að lok-
um unglingspiltur. Þeir urðu allir verulega veikir, svo að læknis var
leitað. Heimilið var einangrað, og veikin hreiddist ekki frekar út inn-
an héraðs. Þó var ekki grunlaust uin, að piltur á næsta bæ hefði einnig
fengið væga taugaveiki, og voru því bæði heimilin sótthreinsuð.
Skömmu seinna fór nefndur bóndi norður í Laxárdal í Skagafjarðar-
sýslu og smitaði þar fólk á 1—2 bæjum. Kvaddi ég hann þá hingað
á sjúkrahúsið til rannsóknar, og sýndi hann sig þá að vera smitberi.
Hefir honum verið ráðlagt að láta taka úr sér gallblöðruna, og býst
ég við honum til þeirrar aðgerðar í haust.
Sauðárkróks. Kom upp á einu heiinili. Mátti rekja hana til heimilis
í Húnavatnssýslu. þar sem veikin hafði verið síðastliðið sumar. Að-
eins einn maður tók veikina. Var hann fluttur í sjúkrahúsið hér á
Sauðárkróki, og breiddist veikin því ekkert út. —- Taugaveikissótt-
berar í Sauðárkrókshéraði eru: 1. G. J., Bakkakoti, ekkja 63 ára.
2. G. J., Sauðárkróki, ekkja 47 ára. 3. Ennfremur er að öllum lík-
indurn sóttberi á Sölvanesi, en hver það er, óráðin gáta. Engin tauga-
veiki hefir borizt út frá þessum manneskjum.
Siglufí. 2 tilfelli á árinu, annað útlendingur, sein tekinn var i
land og sóttkvíaður á sjúkrahúsinu, hitt var íslendingur, og ekki kunn-
ugt urn, hvernig hann hafði smitazt. Enginn smitberi í héraðinu svo
að vitað sé.
Húsavíkur. I október kom upp taugaveiki í Flatey, og virtist hún
eiga rót sína að rekja til vatnsbóls á eyjunni. Annars hefir hún komið
fyrir æði oft í Flatey, og mun allt að því fjórði hver íbúanna hata
fengið hana. Sumt af þessum tilfellum var mjög þungt, og einn mað-
ur dó. Veikin kom upp samtímis á 3 bæjum, en einn sjúklingur-
inn var staddur hér í landi, þegar hann veiktist. Veiktust 2 á einum