Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 138
136
um tíma á farskólastöðunum. Skólastaðir eru nú allir eftir atvikum
viðunandi.
Sauðárkróks. í sveitum reynist með hverju ári erfiðara að fá þá
staði til farkennslu, sem bezt hafa húsakvnni, og verður því að sætta
sig við lítt viðunandi staði.
Sigluff. Sérstök hjúkrunarkona starfaði við barnaskólann, annaðist
hún mjólkur- og lýsisgjafir, vitjaði sjúkra barna, gerði við smákaun
og meinsemdir, en sérstaklega harðist hún gegn lús og hverslconar
óþrifnaði skólabarnanna. Árangurinn. af þessari starfsemi sést á eftir-
farandi tölum: Við skólasetningu haustið 1934 voru 83 börn svkt af
lús og nit, en við skólauppsögn aðeins 18 börn.
Ólafsfj. Barnaskólinn hér í þorpinu er nú orðinn of lítill, þó að
hann sé til þess að gera nýlegur. Börnunum verður þvi á engan hátt
komið þar fyrir, nema með því að kennslan gangi fram á kvöld. Bæði
er það í sjálfu sér óheppilegt, og svo útilokar það, að hægt sé að hafa
nokkra framhaldskennslu fyrir fermda unglinga.
Svarfdæla. Þótt munur á þroska og útliti barna með jákvæðu og
neikvæðu berklaprófi væri ekki svo áberandi, að um hann yrði fuil-
yrt við fljótlega yfirsýn, enda í báðum flokkum til bæði vel þroskuð
börn og hraustleg og illa þroskuð og óhraustleg, kom þó í Ijós, er nið-
urstöður þyngdar- og hæðarmælinga í hvorum flokki voru bornar
saman, að þroskameðaltal var til muna lægra og hlutfall hæðar og
þyngdar til muna óhagstæðara hjá smituðu börnunum en hinum.
Þannig voru ofan þroskaaldurs 53,3% af börnum með bp. -f- en 61,4%
með bp. -h, neðan þroskaaldurs 40% barna með bp. -j-, en 29,5% með
bp. h-. Of létt voru með bp. -j- 46,7%, með bp. h- 29,5%. Beztu þyngd
höfðu 20% af börnum með bp. 4- en 34,1% með bp. h-. Skólastaðir
voru allir hinir sömu og árið áður; húsakynni skólanna voru og hin
sömu og engar gagngerðar breytingar á þeim, aðeins nokkrar smáv
endurbætur hér og þar eftir bendingum mínum og kröfum.
Akureijrar. Alla daga skólaársins var börnunum gefið lýsi og mjólk,
og fóru til þess 2 tunnur af lýsi og 5000 lítrar mjólkur. Segir
skólastjóri, að börnin hafi að meðaltali hækkað um 2,1 cm. og þyngst
um 2 kg. Fjarvistir segir hann að verið hafi óvenju miklar þetta ár,
og virðist stafa af afleiðingum mænuveiki og kikhósta.
Höfðahverfis. Skólaeftirlit fór fram í janúar (fyrra skeiðið) og í
október (seinna skeiðið). Auk þess voru athuguð óþrif einu sinni á
miðjum skólatíma, og börnin vegin og mæld aftur í lok hvors skeiðs.
Hækkuðu börnin að meðaltali á 3 mánuðum um 1,5 cm. og þyngdust
um 1,4 kg..
Húsavíkur. Skólastaði er reynt að velja þar sem skárst eru húsa-
kynni og' heilbrigði er á heimilunmn, en þótt þessir staðir teljist við-
unandi, skortir á, að þeir séu svo sem æskiiegt væri. Hér á Húsavík
er öllum skólabörnum gefið lýsi, og er enginn vafi á,. að það gefst
vel, því að börnin taka það miklu betur hjá kennurunum en heima,
og flest myndu ekki fá lýsi að öðrum kosti.
Þistilfj. Skólaeftirlit framkvæmt eins og venjulega. Skólastaðir
skoðaðir nokkurnveginn jafnóðum og kennsla hefst á hverjuin stað.
Þó að skólaplássið sé eiginlega hvergi æskilegt, þá er þess að gæta,