Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 75
7 ,‘5
ca. % af þeim sjúklingum, er ekki koma á mánaðarskrár. Næst tann-
skemmdunum kemur gigt allskonar, sem hér virðist áberandi mikil.
Rangár. Fyrir utan farsóttir eru tannskemmdir langalgengasti
kvillinn, þá taugaveiklun, sérstaklega í kvenfólki, maga- og' þarma-
sjúkdómar, ennfremur allskonar húðsjúkdómar, sem mér finnst allt-
af vera að aukast hér. Ennfremur er hér alltaf mikið um meiðsli, lið-
hlaup og beinbrot, sem langflest orsakast af byltu af hestbaki.
Keflavíkur. Algengasti kvillinn er tannskemmdir, en einnig ber
töluvert á taugaveiklun og gigt. Lendagigt er algeng í sjómönnum,
enda ástæður til, þar sem þeir verða að taka daglega við upp- og
ofansetningu bátanna.
2. Angina Ludovici.
Húsavíkur. Eitt tilfelli á unglingi, mjög þungt, en hann lifði þó af
sjúkdóminn.
3. Appendicitis.
Skipaskaga. Hefir komið fyrir þrisvar sinnum á árinu, — sjúkling-
arnir allir skornir upp.
Rorgarnes. Sóttur var ég einu sinni í sumar til 3 ára telpu-
krakka vestur í Hnappadalssýslu. Þrautir í holi, hiti nokkuð hár,
eymsli og þykkildi á botnlangastað. Ég áleit þetta vera sprunginn
botnlanga með local peritonitis, ráðlagði svelting, bakstur, kyrrð og
ópíum. Barnið varð sæmilcg'a frískt eftir nokkrar vikur, en einhver
tumor kvað vera finnanlegur, þar sem eymslin eru. Hjá 2 öðrum
börnum varð þessa krankleika vart, — merkilegt, hve hann er að
verða áleitinn.
Blönduós. Botnlangabólga er hér allalgeng, og hafa á árinu verið
gerðar 12 appendectomiae, þar af helmingurinn í kasti.
Þistilfj. Lítið borið á botnlangabólgu í héraðinu allan minn tíma
hér. Þetta ár komu fyrr 3 sjúklingar, þar af einn með grafinn botn-
Ianga. Var hann skorinn á skýlinu, mjög langt leiddur, fékk itrek-
aðar smá-emboliur í lungun i legunni, en tórði allt af og komst til
góðrar heilsu.
Fljótsdals. Botnlangabólgu sé ég örsjaldan.
Hornafj. Botnlangabólga er hér sem annarsstaðar alltíð.
Vestmannaeyja. Minna hefir borið á botnlangabólgu en undan-
farin ár.
4. Diabetes insipidus.
Seyðisfj. Kona úr Héraði, 30 ára, leitaði sér lækninga hér vegna
þessa sjúkdóms. Hypophysisextracta höfðu alveg specific verkun,
en vegna dýrleika lyfjanna gat sjúklingurinn ekki notfært sér þau
til lengdar.
5. Epulis.
Húsavikur. Epulis hefi ég tekið burtu tvisvar á þessu ári.
6. Erysipeloid.
Borgarnes. Kom fyrir nokkrum sinnum, en batnaði vanalega fljótt
við að bera á það chromsýruupplausn 10—15%.
Húsavikur. Á erysipeloid bar hér mikið þetta ár, einkum í nóv., en
í okt. var hér faraldur af erysipelas. Annars sést þessi kvilli hér hæði
haust og vor og oft í miklum aflahviðum á fólki, sem gerir að fiski.
10