Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 71
Bíldudals. Kláði barst hingað með sjónjönnum að sunnan (Hafnar-
fjörður?). Tókst að útrýma honum.
Flateyrar. Nokkra sjúklinga heí'i cg séð með kláða. og þætti mér
ekki ósennilegt, að nýr kláðafaraldur væri að hefjast.
ísafj. Kláði kemur hingað annað slagið með utanbæjarfólki.
Ögur. Kláði á 4 heimilum. Ótrúlegt er, að enn hafi tekizt að
uppræta jíessa veiki í héraðinu.
Hólmavilcur. Þessi hvumleiði kvilli er lengst af viðloða hér, einkum
í einum hreppi i héraðinu. Ivom hann auk þess upp í farskóla hrepps-
ins, svo að gera varð gangskör að lækningu. Má herða betur á sókn-
inni á hendur honum, ef hann á að upprætast, sem mjög væri
æskilegt.
Miðfj. Kláðafaraldur í einum hreppi hafði borizt með skólabörnum,
en brátt tókst að kveða hann niður.
Suarfdæla. Gerði litið vart við sig síðustu árin, en deyr jjó ekki út
til fulls.
Húsavíkur. Kláða hefi ég orðið var á þessu ári, en aðeins 4
sjúklinga. Annars er hann orðinn útlægur úr héraðinu. Þessir sjúk-
lingar smituðust á ferðalagi utan sýslu, en kornu strax og Jieir urðu
hans varir. Fólk er farið að skilja, að það er engin skörnrn að smitast
af kláða, en skömm að ganga með hann.
Öxarfj. Barst frá Grímsey og úr Þistilfirði. Varð útrýmt.
Mstilfj. Kláði, sem hér hefir ekki sést um æði langt árabil, er nú
kominn inn í héraðið á þessu ári og berst að úr tveimur áttum, frá
höfuðstað num og austan af fjörðum. Þykir mér og fleirum sendingin
í versta lagi, og ekki tókst að kveða hana niður á þessu ári.
Fljótsdals. Þau 3 ár, sem ég' er búinn að vera hér í héraðinu hefi
ég ekki séð kláða.
Regðarfj. Virðist héraðslægur, gýs alltaf upp öðru hverju.
Hornafj. Kláði má heita fátíður. Flest árin koma þó fyrir stöku
tilfelli.
Síðu. Framhald af þeim faraldri, er getið var í skýrslu 1934.
Rangár. Gerir alltaf vart við sig öðru hverju. Helzt rekst ég á hann
við skólaskoðanir, og varð ég að banna nokkrum börnum skólavist
af þeim sökum, meðart á lækningu stóð.
Keflavíkur. Við skólaskoðun fannst eitt barn með kláða. (Ekki
skráð!)
8. Krabbamein (eancer).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 192(>— 1935 :
15)26 15)27 15)28 15)25) líl.'iO 15)31 1032 1033 1934 1035
Sjúkl. . . . . . . 108 114 131 85 92 00 71 103 87 73
Dánir . . . ... 120 124 131 145 100 120 133 125 141 147
Sjúkratölurnar eru hér greindar samkvæmt mánaðarskrám.
A ársyfirliti vfir illkynja æxli, sem borizt hefir úr öllum héruðum
nenia Rvk og Reykjarfj., eru taldir 81 með krabbamein, er héraðs-
Iseknar vita um í héruðum sínum á árinu, og er illa tiundað, miðað