Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 63
<)1
Flateijrar. Tala berklaveikra í árslok allmiklu lægri en verið hefir,
en það er að mestu leyti vegna þess að sjúklingar með þurra brjóst-
himnubólgu eru nú yfirleitt ekki, nema um langvarandi veikindi sé
að ræða, taldir á berklaskýrslu, og er breyting þessi gerð í samráði
við berklayfirlækni.
ísafí. í desember voru f'lest börn héraðsins á aldrinum 1—14 ára
berklaprófuð, en öll þau, er reyndust pósitiv, gegnlýst og athugað
blóðsökk á positivum börnum á aldrinum 7—14 ára. Alls voru berkla-
prófuð 801 barn, þar af positiv 120 og negativ 681, eða 15% positiv.
A ísafirði voru berklaprófuð alls 629 börn, og reyndust 91 eða 14,5%
berklasmituð. Fá börn á aldrinum 1—5 ára, eða 3,2%, eru sýkt af
berklum. Aftur á móti hækkar talan skyndilega við 6 ára aldur upp
í 13,3%, en þó ekki verulega fyrr en á 10 ára aldri, 22,7%. Á ísafirði
voru 53 af 77 berklapositivum börnum eða 68,8% með normalt blóð-
sökk og 21 barn eða 27,3% fvrir neðan 15 mm. og 3 börn eða 3,9%
með talsvert hækkað blóðsökk. A7ið gegnlýsingu sást meiri eða minni
stækkun á hilus, en engar breytingar í lunguin nema á einu barni. Þar
voru talsverðar infiltrationir í hægra lunga, auk hilitis (blóðsökk
58 mm.). Var barnið tekið á sjúkrahúsið og er nú á góðum batavegi.
Eitt barn, sem hafði haft 38 mm. blóðsökk, veiktist 2 mánuðum
síðar ineð hitaveiki, var þá aftur röntgenskoðað. Sást jjá infilration
í öðru lunganu og blóðsökk hækkað upp í 76 mm. Var tekið á sjúkra-
húsið. Nokkur börn (7) voru með hálseitlaþrota, en þó ekki veru-
legan. Samtals voru berklaprófuð 172 börn í Eyrarhreppi, þar af 29
positiv, eða 16,9%, aðeins 3 börn yngri en 6 ára sýkt af berklum.
Prósentutala berklasmitaðra er yfirleitt talsvert hærri í Eyrarhreppi
en á ísafirði, en minna leggjandi upp úr hlutfallstölum einstakra
aldursflokka, með því að tölur eru svo lágar. í Eyrarhreppi voru af
29 berklapositivum börnum 17 börn með normalt blóðsökk (58,6%),
11 voru fyrir neðan 15 mm. (37,9%), eitt barn 12 ára hafði 56 mm.
(3,4%). Röntgen-gegnlýsing sýndi svipaða breytingu og á ísafjarðar-
börnunum, ekkert þeirra þó með infiltration. 2 börn voru með smá-
vegis þrota í hálseitlum.
Ögur. Virðist hér í rénun. Við hentug tækifæri verða athugaðir
smitunarmöguleikar á þeim heimilum, sem mest ástæða er til að
gruna um slíkt, eftir berklaprófum á börnum, sem þar hafa dvalið.
Blörtduós. Sem stendur er mér ekki kunnugt um neinn sjúkling
með opna berkla í héraðinu. Þeir berklar, sem verða fyrir manni hér,
eru aðallega eitlaberklar og lungnaberklar, flestir á frekar lágu stig'i.
Eg hefi séð mjög' fá tilfelli í beinum og liðum og enga heila-
himnabólgu, enda finnst hún ekki i berklabók héraðsins, sem nær
nú yfir 4 ár.
Sauðárkróks. Gerðar voru aðeins Pirquet-rannsóknir á börnum í
barnaskóla Sauðárkróks. Um rannsóknir þessar skal þess getið, að ég
legg ekki mikið upp úr þeim um það, hvort börn hafi smitazt af berkla-
veiki eða ekki. Þessu áliti mínu til stuðnings skal ég geta þess, að 3
börn einnar móður, sem var berklaveik um langt skeið, reyndust öll
neikvæð við rannsókn, hafa þó öll fengið hitaköst, sem vitanlega
stafa af leyndum berklum. Aftur á móti voru sum þau börn mjög