Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 121
119
aukið kúahald þar og sumpart fyrir aukinn aðflutning mjólkur og
nijólkurafurða úr sveitunum. Er sú verzlun á öruggri framfaraleið.
Skuggahliðar hennar eru jia^r, að sveitirnar spara um of við sig
neyzlu þessarar dýrmætu framleiðslu. Þá er það vandræðamál þess-
arar fiskveiðaþjóðar, hve mikill hluti landsfólksins fer á mis við að
fá góðan fisk til neyzlu. Flestar sveitir og jafnvel heilar sýslur fá
aldrei nýjan fisk á borð og verða að bjargast við illa verkað tros,
stórskemmt af salti og hverskonar illri meðferð. Hvernig verður
landsfólkinu, hvar sem það er, séð fyrir nægum nýjum úrvalsfiski,
og hvaða þýðingu myndi það ekki geta haft fyrir heilbrigði almenn-
ings? Nefndir hafa verið skipaðar til að athuga margt þýðingar-
minna.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Nýmeti fæst nægilegt í kjötbúðum og enginn skortur
á mjólk eða skyri. Því miður flytja sveitamenn of mikið af mjólk til
Mjólkurfélags Reykjavikur. Verður því lítið eftir sumstaðar til heim-
ilisþarfa, en í staðinn lceyptar kaupstaðarvörur, sem sízt eru til holl-
ustu. Á klæðaburði hefir engin breyting orðið. Kvenfólkið fylgir
tízkunni og klæðist útlendum fatnaði. Verkafólkið notar því nær ein-
göngu gúmmiskófatnað — íslenzku skórnir sjást varla nú orðið.
Borgarnes. Fatnaður er sæmilegur. Þó finnst mér, að meira mætti
gera að því að nota skinn, sem mikið er framleitt af, sem millifóður
í yfirhafnir. Þótt undarlegt megi virðast, er enginn lærður klæðskeri
í héraði mínu, en saumakonur og prjónakonur annast klæðagerð, og
eitthvað er keypt af tilbúnuin fötum. Ég hefi kynnt mér mataræði
manna í sveitinni, og er það all-mismunandi eftir efnahag manna og
ástæðum. Fyrst á morgnana nota menn kaffi og hveitibrauð, flóaða
mjólk og brauð eða hafragraut og mjólk. Um hádegið er aðalmál-
tíðin: annaðhvort fiskur eða kjöt ineð kartöflum eða gulrófum og
mjólkurgrautur eða einhverskonar súpa með. Sumir hafa einu sinni
í viku mjólkurgraut og' slátur og svið til miðdags. Um kl. 3—4 er
drukkið kaffi með sinurðu brauði eða flóuð mjólk, og síðasta mál-
tíðin er svo kl. 7—8, vanalega afgangur frá miðdagsmatnum —
plokkfiskur, kjötkássa eða jiá súrmatur og einhver spónamatur með,
t. d. skyr, skvrhræra, kjötgrautur, súpa eða mjólkurgrautur. Sumir
hafa svo kaffi áður en farið er að sofa. Allur þorri fólksins hefir
gott fæði, og engan veit ég líða skort, en fremur mun vera þröngt í
búi hjá þeim fátækustu í sveitinni á vorin, þegar haustbirgðirnar
eru farnar að dvína. Er þá vanalega injólkin og slátrið aðalfæðan.
Flestir hafa nægilegan súrniat til ársins, því að þeir taka slátur úr
kindum þeim, er þeir farga, en kjöt vill verða af skornum skammti,
ef verzlunarreikningurinn krefst mikils innleggs. A flestum bæjum
eru nú ræktaðar nægilegar kartöflur og ef til vill gulrófur til heima-
notkunar, og í Borgarnesi eru flestir aflögufærir. Bagalegt er það
og, að nýr fiskur fæst naumast hér í Borgarnesi á sumrin. Stöku sinn-
um flyzt Jiá hingað rándýr fiskur frá Reykjavík, meira cða minna
skemmdur, sem eðlilegt er, en þá hjálpar laxinn— bara of dýr sem
hversdagsmatur. Á veturna flyzt hingað nokkuð dýr en góður fiskur
frá nálægum verstöðvum — einkum Reykjavík —. Mest er það því