Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 62
60
skólaskoðanir. A þessu sumri veiktist hnn af meningitis tuberc. og dó
eftir % mánaðarlegu. Pirciuetpróf fór fram við alla skóla héraðsins
með svofellduin árangri:
Barnaskóinn á Þingeyri: Þar reyndust 11 Pirquet -þ, en
36 ~ eða rúmlega 22% -f-. Ur skólanum hafa farið 2 nemendur, sem
voru Pirquet -f-, en 3 bætzt við. Eru þeir þessir: 12 ára gömul telpa
úr Mýrahreppi. Var hún undanfarna vetur á harnaskólanurn á Núpi í
Mýrarhreppi. Reyndist þá Pirquet -h. Er hún frá berklaheimili gömlu.
Systir hefir veikzt af berklum, 2 föðursystkin og amma dáið úr
berklum. Þó er eigi kunnugt um, að neinn sé þar veikur nú. Enda
allar líkur til, að hún hafi smitazt á dvalarheili sínu í fyrra vetur.
10 ára drengur frá Þingeyri. Móðir dó úr berklum. Frá þriggja ára
aldri hefir hann dvalið hjá ömmu sinni. Á því heimili eru eigi til
herldar. Mun því sennilega hafa smitazt af móður sinni innan þriggja
ára aldurs. 10 ára drengur. Systkini hans og foreldrar eru öll Pirquet
-f-. Móðirin berklaveik, sennilega frá tvítugsaldri. Dvaldi hún hér á
sjúkrahúsinu fyrir 4 árum síðan af þeirri ástæðu mikinn hluta
vetrar. Annars hefir hún verið við sæmilega heilsu og stundað stört'
sín. Ekkert systkinanna hefir veikzt enn sem komið er.
Farskólinn í Haukadal: Þar reyndust 3 Pirquet f- af 9
nemendum, eða 33%. Eru allir þessir nemendur, eldri börn, er þetta
var áður kunnugt um.
Farskólinn á Lambahlaði: Þar voru að þessu sinni 15
nemendur. Reyndust allir Perquet Hefir svo verið alla tíð síðan
byrjað var á Pirquetprófum í héraðinu.
F-a r s k ó 1 i n n í K e I d u d a 1 : Þar voru að þessu sinni 6 nem-
endur. Reyndust 2 þeirra Pirquet -þ, eða 33%.
Farskólinn að Núpi : Þar voru að þessu sinni 6 nemendur.
Reyndust allir Pirquet
Farskólinn að Rafnseyri í Arnarfirði: Mörg undan-
farin ár hefir enginn skóli starfað þar í hreppi, og er fróðlegt að vita
þar um ástandið, þar sem þessi hreppur var áður mesta berklasvæði
héraðsins. Útkoman verður sú, að að aðeins 2 nemnedur reynast
Pirquet + af 13, er skólann sóttu, eða rúmlega 15%. (Að öðru leyti
ekki gerð skýrsla yfir og þó ekki tekið með í töflu X). 1. Telpa 10
ára gömul. Dvaldi hér á sjúkrahúsinu fyrir 2 árum vegna periton-
itis tuberc. Er hraust síðan. Ókunnugt um lierkla í ætt eða á heimili.
2. 13 ára telpa frá Hokinsdal. Faðirinn dvelur berklaveikur á Vífils-
stöðum. Bróðir hafði gonitis tuberc. fvrir 8 árum. Nú hraustur.
Föðurbróðir berklaveikur fyrir 30 árum. Lifir við sæmilega heilsu
og vinnufær.
Að þessu sinni var eigi notuð heftiplástursaðferð sú, er berkla-
yfirlæknir ætlaðizt til, af þeirri ásíæðu, að skólaskoðun var víðast um
garð gengin, er efnið barst hingað. Þó var hún reynd til samanburðar
á skólabörnum Þingeyrarskóla og gaf nákvæmlega sömu útkomu.
Nemendur héraðsskólans á Núpi, á aldri frá 14 til 21 árs, voru
Pirquetprófaðir og reyndust 12 Pirquet 4- af 37, eða nálega 32%.
Var meira en helmingur þeirra úr öðrum héruðum. Reyndust af þeim
50% smitaðir, en aðeins 23% innanhéraðsnemenda.