Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 205
Við, sem eigum að líta eftir heilbrigði fólks á svæðinu frá og með
Eyjafirði og austur hingað, höfum nú á 11—12 árum lifað tvo stór-
faraldra af þessari veiki. Sjálfsagt gætum við gefið nýjar og merki-
legar upplýsingar um veikina, og er líklegt, að einhver okkar geri
það opinberlega.
Þegar ég frétti um mænusótt, seint á sumri, á Akureyri og síðar
á Húsavík, duttu mér eigi sóttvarnir í hug. Af fyrri reynslu réði ég,
að til þeirra þyrfti algert mannaferðabann, svo að mánuðum skipti,
ef til vill ári, og, að ég vil nú segja, ef til vill árum. Hinsvegar getur
þó vel slampazt svo til, að mænusótt berist ekki á milli héraða, jafnvel
þótt samgöngur séu að venju, að minsta kosti á vetrum. Það er full-
komlega sennilegt, að hérað geti varið sig með því að beita vörnum á
meðan veikin er í mestum blossa á sýkingarstað — í nokkra mánuði,
og með því náð gálgafresti, en varla meira, því að ég hygg, að nú sé
mænusótt orðin landlæg.
Til málamynda og fólki til hughreystingar bað ég þó sýslumanninn
á Húsavik að auglýsa, að ég bæði, að börn yngri en 11 ára færu ekki
austur yfir heiði. Leið nú svo fram eftir haustinu, að ég varð ekki
var við mænusótt. Ég tek það þegar fram, að eftir að veikin kom
hingað, voru engar varnir hafðar. Fólk tók henni með ró, sem óum-
flýjanlegu böli. Flestir munu hafa hugsað sem svo, að ekki væri
ávinningslaust að Ijúka sér af, þó að áhætta fylgdi. Ég fyrir mitt leyti
var að vona, að veikin kæmi ekki fyrr en vetur skylli á, en til þess
var nú skammt, og gengi svo yfir í vægri mynd, jafnvel án þess að
fólk vissi, hvað um væri að vera. Þetta tókst nú ekki nema að nokkru
leyti. Á hitt lagði ég engan trúnað, sem ropað var í útvarpi, að veikin
dæi út með vetrarkomu. Ég þekkti af eiginni reynd, 25 ára gamalli,
að veikin getur gengið hér á vetrum og jafnvel orðið banvæn. Lítum
við í okkar eigin heilbrigðisskýrslur, sjáum við hið sama — það
var bara þetta, að hinn mikli faraldur 1924 gekk að sumarlagi. En
dettur nokkrum í hug, að við getum ekki fengið „spanska veiki“ nema
í nóvember, þó að hún geisaði í þeim mánuði í Rvík 1918? Hinsvegar
er það reynsla mín, að margar farsóttir séu aflminni á vetrum, eink-
um í harðindum, og ræður þar sjálfsagt miklu strjálli samgöngur —
hægari yfirferð. Nú, að þessum faraldri reyndum, verð ég að telja
hann hafa þolað veturinn, er var einn hinn harðasti, prýðilega og
betur en ég hafði ætlað flestum farsóttum.
Hinn 16. okt. talaði við mig í síma maður frá bænum Skinnalóni
á Sléttu. Hann er á milli tveggja nvrztu tanga landsins, þó ekki nema
13—15 km. frá Raufarhöfn og mannaferðir tíðar. Lýsti hann sjúk-
dómi á rúmlega tvítugum manni, er hefði um 40 stiga hita, hálsbólgu,