Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 117
115
torfbæir, 6 steinhús og 4 timburhús. Raki í helming húsanna. Vatns-
salerni á 6 stöðum, útisalerni 4. Þrifnaður í lélegra lagi á 3 bæjurn,
sumstaðar góður, annarsstaðar sæmilegur. Ögurhreppur: Torfbæir
9, steinhús 7 og timburhús 19. Raki á 5 stöðum. Vatnssalerni i einu
húsi (læknisbústaðnum), önnur salerni 8. Lélegur þrifnaður á einuin
stað, sæmilegur á 15 bæjum, góður á hinum. Víða eru fjósin — því
miður — notuð í stað salerna, sérstaklega á veturna. Súðavíkurhrepp
þekki ég ekki nægilega vel ti! þess að geta gefið ákveðnar upplýsingar.
Hesteijrar. Hreinlæti er víðast mjög sæmilegt og fer vaxandi með
ári hverju.
Blönduós. Reist steinhús á 2 bæjum og byggð aukizt lítið eitt
á Skagaströnd. Yfirleitt eru steinhús hinna síðari ára miklu betur
byggð og herbergjaskipun hentugri en áður var. Rafveita er nú á
Blönduósi og rafmagn þar tiltölulega ódýrt, eða 130 kr. árskílóvattið.
Rafmagn er notað til ljósa í flestum húsum og víðast hvar einnig til
suðu og jafnvel upphitunar. Áður var hér mikið notaður mór, sem
nú hverfur að rnestu úr sögunni. Er að þessu hin mesta þrifnaðarbót.
2 nálægir sveitabæir fá rafmagn frá Blönduósi, en auk þess hafa
7 sveitajarðir sérstakar rafstöðvar. Skrúðgörðum fer fjölgandi, þótt
viða séu þeir smáir og af vanefnum gerðir. Þrifnaður innanhúss er
yfirleitt í allgóðu lagi í sveitunum, bæði að því er snertir umgengni
og matarmeðferð. Aftur á móti er þessu víða ábótavant úti við, hlöð
og traðir fullar af for, fjóshaugar sumstaðar í hlaðvörpum og fjósin
notuð til álfreka, því salerni eru hér merkilega óvíða og vantar á
mörg heimili, sem eru myndarleg að öðru leyti. Einstaka heimili á
Skagaströnd og í Nesjum eru sóðabæli og umgengni, einkum þó utan-
húss, með skrælingjabrag.
Sighifi. Yfirleitt má segja, að íbúðarhús hér á Siglufirði hafi verið
mjög léleg tii skamms tíma. Á síðari árum hafa menn þó tekið að
byggja sæmilega og jafnvel vel vönduð steinsteypuhús. Síðastliðin 2
ár hafa verið byggð 40 ti! 50 slík hús, og eru þó sum ófullgerð ennþá.
Um utanhússþrifnað er það að segja, að því miður hefir honum verið
ábótavant að ýmsu, t. d. víða legið hrúgur af viðarrusli, járna- og
kassadrasli, og jafnvel mikið um forarpolla í kringum húsin. Á síðast-
liðnu vori tók heilbrigðisnefndin sig til og skipaði sérstakan full-
trúa, sem skyldi sjá um, að fyllt væru upp verstu slöbbin, og hafa
eftirlit með, að húseigendur þrifu lóðir sínar.
Ólafsfi. Á síðasta vetri var ákveðið að endurbæta vatnsveituna í
kauptúnið, leggja nýjar og víðari pípur, steypa vatnsgeymi og gera
nýja lokaða brunna. Þetta var framkvæmt í sumar, og hefir þorpið þá
fengið vandaða og' fullnægjandi vatnsveitu. Verkið mun hafa kostað
um 20 þúsund krónur. Nú hefir verið ákveðið að leggja sameiginlega
skólpveitu um allt þorpið. Verða pípurnar steyptar hér á staðnum
í vetur og svo lagðar að sumri.
Suarfdæla. Enn var húsagerð langt um venju fram í héraðinu, og
nú engu síður í sveitinni (aðallega í Svarfaðardal) en í kauptúnunum.
Var lokið við ófullgerð hús frá árinu áður og mörg ný reist. Var jarð-
skjálftinn 1934 enn valdur að þessari óvenjulega miklu húsagerð, því
að ekki allfáir bæir, sem enn hefði mátt bjargast við um hríð, ef engin