Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 130
128
markalaust, samtíiuis ('g neitað er um innflutning ávaxta og fleiri
nauðsynja, er ekki verða framleiddar í landinu, að drykkhneigðir
og' lítilsgildir menn telji sjálfsagt að neyta áfengis sér til „glaðnings“
og rikissjóði til framdráttar. Meira mun drukkið af ungum en göml-
um, og hið sama má segja um tóbak, sem notað er hér mjög mikið.
Allur fjöldi ungs fólks, karlar og konur, reykir mikið, en eldri menn
nota frekar neftóbak og munntóbak. Kaffi er afar mikið notað og á-
reiðanlega miklu meira en nokkurt vit er í, þar sem jafnmikið er orðið
af mjólk og hér er.
Þistilfj. Áfengis er neytt nokkuð hér í Þórshöfn. í sveitunum held
ég að áfengisnautn sé mjög lítil. Mest ber á aðkomusjómönnum um
áfengisnautn, og nokkrir heimamenn fvlg'jast með, ekki sízt ung-
lingar. Áfengið er aðallega keypt frá Áfengisverzluninni, en aðrar
leiðir munu þó líka farnar. Heimabrugg er aldrei nefnt nú orðið.
Kaffi og tóbak flyzt mjög aí' skornum skammti, og dregur það iir
neyzlu þess.
Vopnajj. Áfengisnautn virðist lítil hér eins og' að undanförnu.
Hinna nýju sterku drykkja hefir mjög litið gætt hér, eða að minnsta
kosti hefir þá mjög vel verið farið með það, ef um verulega aukna
neyzlu hefir verið að ræða. Heimabruggs verður ekki vart. Kaffi- og
tóbaksnautn mun vera mjög svipuð og undanfarið, að minnsta kosti
hvað munntóbak og neftóbak snertir. Sígarettur sjást nú varla, og
reykingar virðast hafa minnkað all-vernlega. Mun það stafa af getu-
leysi manna að greiða slíka vöru, sem varla fæst nema gegn stað-
greiðslu.
Hróarstungu. Áfengisnautn mjög lítil. Ivaffi- og' tóbaksnautn er
víst ekki meiri en gerist og gengur til sveita.
Reyðarjj. Mikið um áfengisnautn og' brugg.
Berufj. Áfengisnautn getur ekki talizt mikil, er aðallega í sam-
bandi við skemmtanir hér í kauptúninu, en aldrei hefi ég orðið var
við hana í sambandi við skipakomur. Eitthvað mun vera um brugg-
un hér í kauptúninu og' í einum sveitahreppi, en ekkert mun vera um
sölu á bruggi. Kaffinautn mun vera svipuð og verið hefir og sömu-
leiðis tóbaksnautn. Baðtóbak er mikið notað, en sígarettur sjást hér
ekki nema á vertíðinni.
Hornafj. Kaffidrykkja mun talsvert hafa minnkað í kreppunni,
sömuleiðis tóbaksnautn, enda almenningi stöðugt að verða ljósari
skaðsemi tóbaks og áfengis. Áhug'i manna á útrýmingu áfengisnautn-
ar hefir mjög aukizt, einkum síðan aðflutningsbann á áfeng'i var af-
numið. Voru orðin dálítil brögð að bruggun, aðallega í Nesjum og
eitthvað á Mýrum. Að vísu var það lítið drukkið í sveitunum sjálfum,
en aðallega selt sjómönnum á vertíðum, og var þá stundum sukksamt
í landlegum og á dansleikjum. Fyrir kom líka, að nokkuð bar á
drykkjuskap á sveitasamkomum. En nú mun bruggið að mestu úr
sögunni. Allir unglingar á Höfn innan við tvítugt eru í stviku.
Síðu. Áfengisnautn sennilega að aukast.
Vestmannaeyja. Áfeng'isnautn vaxið til muna framan af ári, en
virðist réna síðari hluta árs. í þessu sambandi má geta þess, að hér
dvelja yfir vetrarvertíðina menn af öllum landshornum, svo að eyjar-