Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 107
105
nr. 47, 23. júní 1932 um lækningaleyfi o. s. frv. sbr. reglugerð 30. des.
1932 um skilyrði fyrir veitingu lækningaleyfis og sérfræðingaleyfis):
1. A1 mennt lækningaleyfi:
Jón Geirsson, cand. med. & chir. (15. febr.).
Ingólfur Gíslason, cand. med. & chir. (23. apríl).
Ólafur Jóhannsson, cand. med. & chir. (22. nóv.).
2. Sérfræðingaleyfi:
Bjarni Bjarnason, læknir í Reykjavík, í meltingarsjúkdómum
(16. jan.).
Sveinn Gunnarsson, læknir í Reykjavík, í geislalækningum (21. jan).
Sveinn Pétursson, læknir í Reykjavík, í augnlækningum (9. maí).
Þessir læknar settust að störfum á árinu:
I Reykjavík: Bjarni Bjarnason (áður læknir á Akureyri), Jóhann
Sæmundsson, Jón Nikulásson og Sveinn Pétursson.
A Akureyri: Jón Geirsson.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVI—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVI
40 alls. Hefir þeim fjölgað um 3 á árinu. (Sjúkraskýlin í Ögri, Hest-
eyri og Ólafsfirði. Hinsvegar hefir sjúkrahúsið á Húsavík verið lagt
niður, en aftur er nú í fyrsta sinn talið með Sóttvarnarhús ríkisins i
Reykjavík, sem talsvert hefir vexúð notað á árinu).
Rúmafjöldi sjúkrahúsanna telst 1091, og koma þá 9,5 rúm á hverja
1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 32 með samtals 592 rúmum
eða 5,1?4, og hefir fjölgað um nærri 30 rúm, en það er aukning St.
Josephs spítalans í Reykjavik. Á heilsuhælunum eru rúmin talin 284
eða 2,5)4-
Á töflu XVIII er skýrsla um handlæknisaðgerðir á sjúkrahúsum
landsins á síðastliðnum 5 árum 1931—1935.1)
I) Það er nú orSinn viðburður, að héraðslæknar geri meiri háttar handlæknis-
aðgerðir utan sjúkrahiísa, og hverfur slíkt væntanlega nær alveg úr sögunni ineð
fjölgun sjúkrahúsanna, bættum samgöngum og auldnni tækni við sjúkraflutninga.
Héraðslæknirinn í Stykkishólmi, verður sennilega með hinum síðustu íslenzku lækn-
um, sem leggja fyrir sig skurðaðgerðir í heimahúsum að nokkru ráði. Hann hefir
gert eftirfarandi skýrslu um helztu handlæknisaðgerðir sínar tímabilið 11. okt.
1929 til 1. ágúst 1931 og 1. ágúst 1933 til 31. des. 1935:
18 appendectomiae vegna appendicitis ac., subac. og chron. 10 hernitomiae vegna
hern. ingvin., scrot., fem., scrot. incarc. 2 castrationes vegna tb. test. et traum. 1
amput. crur. dx. vegna traum. 2 Winkelm. op. vegna hydrocele testis. 2 osteotomiae
vegna osteomyelitis ac. 1 op. hall. valg. vegna hallux valgus. 2 res. costae vegna
empyem.
Auk þess 9 sinnum numið burt útvortis æxli s. s. af höfði, öxl, baki og læri.
ifi sinnum eytt æðahúntum og notað til þess 20% salic. natr. upplausn með góðum
árangri. 2 sinnum gert við crispat. tend. (I)upuytr.). 21 sinni numið að öllu eða
nokkru leyti burt tonsillae aðra eða báðar. 4 siunum vegetationes adenoid.
Allar eða flestar aðgerðirnar eru gerðar sitt á hverjum stað, ýmist á heimilum
sjúklinganna sjálfra eða þar sem þcim var komið fyrir (nokkrum sinnum á mínu
heimili). Þetta hefir allt gengið stórslysalaust, þó að aðbúð og aðstæður hafi sjaldn-
ast verið svo sem skyldi. Ég get þessara aðgerða hér, því að í ársskýrslum hefi
ég eigi getið þeirra nema að litlu leyti áður, og geri þetta nú, því að ætla má, að
breyting ætti að geta orðið á þessu til batnaðar við byggingu hins nýja sjúkrahúss.
14