Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 145
143
Grimsnes. Bólusetning fórst fyrir í sumum hreppunum þetta ár vegna
farsóttanna, sem gengu um það leyti, er bólsetning átti að fara fram.
Keflavikur. Bólusetning hefir nú fallið niður í 2 ár sökum veikinda.
1 fyrra var það skarlatssóttin, en nú í ár var.það inflúenzá og kikhósti
sem hamlaði.
20. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Héraðslæknar geta ekki um skoðunargerðir eftir kröfu lögreglu-
stjóra, en frá Rannsóknarstofu háskólans hefir borizt eftirfarandi
skýrsla:
1. 17. jan. 1935. B. G. $. Lík fullorðins manns, sem dó í gistihúsi í Rvík í svefni.
X iður staSa : Hæmatoma undir galea á hnakka. Contusiones lobi front.
& tempor, cerebri. Rupt. art. mening. mediae & hæmatoma subdurale.
Averkarnir sennil. orsakaðar af falli á hnakkann.
2. 5. marz 1935. J. A. J. Lík manns, sem dáið bafði skyndilega í veitingahúsi í
Reykjavík.
Niðurstaða : Matarkökkur hafði valdið algerðri stíflu í larynx. Bolus-
dauði.
3. 28. júlí 1935. H. J. $. Lík af sjúklingi frá Kleppi, sem fundizt hafði hengdur
i húsum h/f Defensor.
Niðurstaða: Fract. ossis hyoidei. Köfnunardauðaeinkenni. Ilauðaorsök
henging.
Læknar láta þessa getið:
Þistilfj. Skoðunargerðir samkvæmt kröfu lögreglustjóra engar, en
2 lílr, hjón, krufði ég samkvæmt kröfu mannsins. Bar það til þess, að
hann kvaðst vera svo hræddur við kviksetningu frá æsku, er hann
heyrði mjög um slíkt rætt, að hann mætti ekki til þess hugsa, að þau
hjónin færu ókrufin í jörðina.
21. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XX.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefir sótthreinsun heimila farið 350 sinnum fram á ár-
inu á öllu landinu, og er tíðasta tilefnið berklaveiki eða í 35% allra
tilfellanna, þar næst skarlatssótt (‘27%), þá barnaveiki (16%), þá
mænusótt (11%), en örsjaldan af öðrum tilefnum.
22. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Svarfdæla. I haust var byrjað á hinni fyrirhuguðu vatnsveitu í
Hrísey. Er gert ráð fyrir, að lokið verði við hana á næsta sumri. Á
Dalvílt var gerð áætlun urn kostnað við að veita vatni í kauptúnið, og
var í ráði að hefja verkið um sumarið, en það strandaði á fjárskorti,
með því að lán var hvergi að fá, en von er um, að úr því rætist á
þessu ári.
Húsavík. Framfarir til almenningsþrifa má telja fyrst og fremst
hina miklu bryggju hér í Húsavík, sem nú er nær því fullgerð. Er hún
svo, að öll skip, sem hingað sigla, geta lagzt við hana. Túnrækt eykst
alltaf og’ má heita, að allt ræktanlegt land hér nærlendis sé orðið tún.
Garðrækt eykst og stórlega.