Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 91
89
Félagslegar ástæður: Fátækt og' heilsuleysi í fjölskyld-
unni.
4. 22 ára, g. bílstjóra í Hvík. Komin 8 vikur á leið. 1 fæðing á 2
árum. 1 barn á framfæri 1% árs. Fátækt. íbúð: t herbergi og
eldhús á gangi.
Sjúkdómur: Empyema pleurae (g'erð resectio costae).
Félagslegar ástæður: Fátækt.
5. 15 ára óg'. dóttir smiðs í Rvík. Komin 6 vikur á leið. Elzt af 3
systkinum. Meðalefni. Ibúð: 4 herbergi og eldhús.
S j ú k d ó m li r : Infantilismus.
Félagslegar ástæður: Heilsuleysi í fjölskyldunni (Móð-
irin hefir verið geðveik, og er yfirvofandi, að hún tapi sér aftur).
Sjúkrahús A kureyrar:
6. 24 ára, g. verkamanni á Akureyri. Komin 7 vikur á leið. 1 fæð-
ing á 3 árum. 1 barn á framfæri 3 ára. Fátækt. Eiginmaður að
mestu atvinnulaus, en konan hefir unnið fyrir heimilinu. íbúð
léleg. köld og rök.
S j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Fátækt. Atvinnuleysi heimilis-
föðurins.
7. 39 ára, g. verkamanni á Akureyri. Komin 4—5 vikur á leið.
9 fæðingar á 16 árum. 4 börn á framfæri 1—16 ára (5 hafa dáið).
Fátækt. íbúð: 3 herbergi og' eldhús.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum. Neurositas.
Félagslegar ástæður: Margar og þéttar fæðingar. Síðasta
fæðing' fyrir einu ári.
8. 25 ára, g. bílstjóra á Akureyri. Komin 6 vikur á leið. 1 fæðing
á 1 ári. 1 barn á framfæri, árs. Fátækt. íbúð: 2 herbergi og
eldhús á háalofti.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum. Hyperemesis.
Félagslegar ástæður: Fátækt og slæmur aðbúnaður. Á
ekki kost á neinni aðstoð.
Vönun fór jafnframt fram á 2 konum, annari með uterus ventri-
fixatus (Landspítalinn) og hinni með tbc. pulm. (Sjúkrah. Akureyrar).
Eins og undanfarin ár hefir verið tekin saman skýrsla yfir curet-
tage-aðgerðir, sem getið er um á sjúkrahúsum á árinu, en í þetta sinn
að slepptum þeim fóstureyðingaraðgerðum, sem farið hafa fram sam-
kvæmt fóstureyðingarlögunum. Er skýrslan prentuð í töfluformi hins
vegar. Ber hún með sér, að auk hinna 26 ,,löglegu“ fóstureyðinga, sem
áður eru taldar, hafa larið fram 16 aðrar og' væntanlega áður en
fóstureyðingarlögin gengu í gildi. Fóstureyðingar ársins verða þá sam-
tals 42 eða helmingi færri en þær hafa orðið fæstar síðan 1930, er
fyrst var farið að gefa máli jjessu gaum. Er eftirtektarverð þessi
áhrif hinnar nýju lagasetningar, er í fyrsta sinni heimilar þessar
sérstöku aðgerðir. Ekki verður merkt, að meiri brögð en áður séu
að því, að fóstureyðingar séu duldar undir öðrum heitum. Að vísu
er fjöldi fósturlátanna á sumum sjúkrahúsunum enn sem fyrri tor-
tryggilegur, en þó ekki verulega meiri en undanfarið. Þar við bæt-
ist, að allar curettage-aðgerðirnar samanlagðar eru ekki miklu fleiri
12
L