Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 42
40
komlega fyrirbyggt sýkingu, en sennilegt þykir mér, að hún muni í
mörgum tilfellum gera veikina vægari, einkum ef bólusett er skömmu
fyrir smitun.
Mijrdals. Barst til Víkur í júní, og fengu veikina flest börn þorps-
ins, þau er ekki höfðu haft hana áður, cn út úr þorpinu barst veikin
Htið eða ekki neitt. Skömnm seinna barst hún aftur inn í héraðið,
undir Eyjafjöll. Þar hefi ég skrásett aðeins 3 börn. Fengu hana þó fleiri,
án þess að læknis væri leitað til þeirra, því að hún var að tína upp
bæina fram eftir öllu sumri. Nær undantekningarlaust var veikin
sérlega væg. Flest barnanna voru bólusett skömmu áður en veikin
barst inn í héraðið. Má vera, að það hafi átt einhvern þátt i þvi, hve
væg hún varð. Næstum einu þungu tilfellin, sem ég sá, voru í Álfta-
veri, en þau börn voru óbólusett.
Vestmannaeyja. Barst hingað úr Reykjavík í maíbyrjun og breidd-
ist inest út i júní og júlí. Lagðist þungt á ungbörn, enda barnadauði
á 1. ári með meira móti i héraðinu, og er það mest þessari veiki að
kenna. Ýmsir fullorðnir fóru illa út úr veikinni, fengu sumir þeirra
lungnabólgu og þrálátt kvef, sem batnaði fyrst eftir margar vikur.
Ég bólusetti um 50 börn í maíbvrjun, áður en þau tóku veikina og
sömuleiðis í júní nokkru fleiri, en ég varð þess eigi var, að þessi börn
færu léttar út úr veikinni en hin, sem voru óbólusett. Hinn læknir-
inn hér á staðnum, Einar Guttormsson, bólusetti einnig börn, og
hefir hann svipaða sögu að segja og é.g um árangurinn.
Rangár. Kikhóstinn barst liingað um iniðjan maí frá Vestmanna-
eyjum og Reykjavík. Breiddist út um allt héraðið á skömmum tíma,
náði hámarki í júlí og fór svo að réna, og eftir ágústlok til áramóta
var ekki nema eitt og citt tilfelli á stangli. Nokkur barnaheimili, sér-
staklega í útsýslunni, vörðust veikinni. Veikin var yfirleitt ekki mjög
slæm. Þó lagðist hún allþungt á þau börn, sem fengu inflúenzuna
samtímis, eða voru ekki búin að jafna sig eftir hana. Þó nokkur börn
fengu bronchitis capillaris og lungnabólgu, þar af dóu 3 börn. 2
á t. ári og einn drengur 5 ára, sein var kirtlaveikur og óhraustur
fyrir. Um 160 börn voru bólusett, en sökum dreifbýlis og annríkis
gat ég ekki gefið þeim nema 2 innsprautingar með 4—6 daga
millibili, en ég gaf þeirn stærri skammt í hvort sinn en gert er ráð
fyrir, svo að þau fengu sama heildarskammt og þau börn, sem fengu 3
innsprautingar. Um árangur af bólusetningunni treysti cg' mér ekki
að fullyrða neitt. Fyrst og fremst voru þau börn, sem bólusett voru,
ekki mörg, og auk þess var allt að því þriðjungur af þeim, sem tók
ekki veikina, þótt ekki væri það að þakka bóluefninu. Um þörn þau,
sem bólusett voru og kikhóstann fengu, eru bæði þær upplýsingar,
sem ég hefi getað aflað mér hjá aðstandenduin barnanna og þau til-
felli, sem ég hefi getað fylgzt með sjálfur, þannig, að mér finnst
árangurinn vera mjög vafasamur. Það er fullvíst, að bólusetning dreg-
ur ekki úr smitunarhættu bólusett börn taka veikina eins og hin,
ef tilefni er til smitunar. Hvort veikin verður vægari á þeim hólusettu,
get ég heldur ekki sagt uin með neinni vissu samkvæmt þeim gögn-
um, sem ég hefi aflað mér. Sum tilfelli væg en önnur þyngri, alveg
eins og á þeim bæjum, þar sein ekki var bólusett. Á nokkrum bæjum