Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 81
79
unum, en árangur varð harla lélegur. Mér finnst nauðsynlegt, að gera
einhverjar róttækar ráðstafanir til að aflúsa fólk, og það ætti að vera
leyfilegt að vísa lúsugum börnum frá kennslu, sem hættulegum vegna
smitunar.
Ógur. Engir alvarlegir kvillar fundust, og yfirleitt reyndust flest
börnin vel hraust. Auk tannskemmda, lúsar og nitar har einna mest
á blóðleysi.
Hesteyrar. Engu barni bönnuð skólavist. Heilsufar gott síðan skól-
ar hófust.
Hólmavíkur. Heilsufar skólabarna yfirleitt gott. Engu barni bönnuð
skólavist vegna veikinda. En á einum stað varð að stöðv'a skólahald
meðan verið var að lækna kláða, sem kom upp.
Miðfj. Engu barni var vísað frá námi. Helztu kvillar, auk þeirra,
sem getið er á skrá voru þessir: Eitlaþrota höfðu 43 (173 börn alls),
kokeitla 32, létta scoliosis 6, blepharitis 5, anæmi 4, kyphosis 3, myopia
3, strabismus 2, heyrnardeyfu 2, arthritis rheumatica 1, poliomyelitis
sequele 1, obstipationsincontinens 1, lichen ruber 1, keratosis palmare
et plantare 1, rhachialgia 1, haemangioma 1, coxalgia 1.
Blönduós. Hryggskekkja 9 börn (177 börn alls), rifjaskekkjur af
beinkröm 12, flatt brjóst 9, eitlaaukar í koki 4, eitlaþroti á hálsi 2,
Ijlóðleysi 5, sjóngallar 48. 18 af þessum sjóngöllum eru á lágu stigi,
sjón á öðru eða báðum augum %, eða nærsýni svarandi til -4- 1. Hin
30 hörnin hafa sjóngalla á hærra stigi, upp í alblindu á öðru auga eða
allt að því lesblindu á báðum augum. Langalgengasti kvilli skóla-
barna er hér sem annarsstaðar tannskemmdirnar. Er það eftirtektar-
vert í þessu sambandi, að tennur skólabarna í utanverðum Vindhælis-
hreppi eru miklu betri en innar í héraðinu. Af 14 börnum, sem skoð-
uð voru á Kálfshamarsvík, höfðu aðeins 3 brunnar tennur og það
á lág'u stigi. Þó er þar fátækt mest í öllu héraðinu og þrifnaði ábóta-
vant, svo að um tannhirðingu í niitímaskilningi er alls ekki að tala.
En á þessum slóðum er sjór stundaður talsvert, og' fiskur ásarnt lifur
eða lýsi allverulegur þáttur í mataræði fólksins, fjallagrös úr heið-
inni eitthvað notuð, en sykur og hveitibrauð að líkindum allmiklu
minna en í góðsveitunum. Næstalgengasti kvillinn er lúsin. Þriðji al-
gengasti kvillinn eru ýinsir sjóngallar, sem eru hér hroðalega al-
gengir. Beinkrainareinkenni ýmiskonar sér maður hér sein annars-
staðar á ýmsum krökkum, þó ekki nema á lág'u stigi. Lýsi er g'efið
í öllum fræðsluhéruðum nema Engihlíðar og Áss. Þar hefir skóla-
nefnd ekki tímt því, en það eru 2 bezt stæðu hreppar sýslunnar,
sem þar eiga hlut að máli. Að þessu sinni voru líkamsgallalaus 37
hörn eða 21%, en bæði líkamsgallalaus og lúsalaus voru 23 eða 13%.
Hofsós. Hjá skólabörnum hefir orðið vart við, auk þeirra kvilla,
sem getið er á skýrslu (136 börn alls): Hernia inguinalis 1, ap-
pendicitis 1, sjóngallar 5 og coxa vara 1.
Olafsfj. Börnin reyndust sæmilega hraust. 2 börn voru með
byrjandi tub. alíis locis. Voru þau ekki álitin smitandi og var leyfð
skólavist til að byrja með. Eftir miðjan vetur varð að taka þau bæði
úr skóla. Eins og áður, voru mörg börn kirtlaveik og blóðlítil. Aðrir
kvillar voru (102 börn alls) : Bronchitis ac. 1, polyarthritis rheumat.