Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 55
Aðalatriðið er, að engin ný smitun hefir átt sér stað, hér á landi
svo að vitað sé á árinu, og að hinn eini sjúklingnr. sein skráður er
nieð primær syphilis og veiktist í Englandi, er tekinn til lækninga
strax og hann kemur til lands, svo að frekari smitnn frá honum er
útilokuð. Er hér um að ræða mikla breytingu frá árinu 1932, þegar
til mín leituðu 33 sjúklingar með syphilis, flestir smitaðir á því ári
hér í bænum.
Ef framhald yrði á því, að nýjar smitanir ættu sér ekki stað innan-
lands, og að þeir fáu sjúklingar, sem smitast af þessum sjúkdómi
erlendis, leituðu sér strax lækninga, væru góðar horfur á, að þessi
illkynjaði sjúkdómur hyrfi úr landinu á ekki mjög mörgum árum.
Þar sem árið 1935 er fyrsta heila árið, sem kynsjúkdómadeild Land-
spítalans hefir starfað, og að núverandi fyrirkomulag á ókeypis kyn-
sjúkdómalækninguin í Revkjavík er húið að haldast á annað ár, og
gera má ráð fyrir, að núverandi fyrirkomulag á lækningum þessum
verði svipað í framtiðinni, hefi ég aflað mér upplýsinga um saman-
lögð útgjöld ríkissjóðs fvrir lækningar þessar hér í Reykjavík á árinu.
Tölurnar hefi ég fengið í fjármálaráðuneytinu og skrifstofu ríkis-
spítalanna.
1.
3.
Legukostnaður samt. 67 sjúkl. á 6. d. Landsp.
(Á deildinni voru 79 sjúkl. á árinu. Þar af greiddu
12 sjúkl. fyrir sig sjálfir) .................... kr. 17810.00
Lyfjakostnaður:
a. Samkv. reikningum frá Ivfjahúðum (j)ó mun
ein lyfjabúðin, Laugavegsapótek, enn ekki hafa
sent fullnaðarreikn. fyrir árið) ............. — 2102.66
1). Reikningur frá Lyfjaverzlun ríkisins (aðal-
lega salvarsan) .............................. — 362.75
Laun læknis, þar í innifalið: 1. deildarlæknis-
störf við 6. deild Landsp., 2. dagleg' ókeypis læknis-
hjálp við kynsjúkdóma á lækningastofum mínum
Hverfisg. 12, 3. húsaleiga fyrir lækningastofur og
biðstofu til þessara lækninga, sarnt. kr. 450 á mán. — 5400.00
Samtals kr. 25675.41
Legukostnaður á hvern sjúkling' á árinu hefir því orðið að jafnaði
kr. 266.00, og svarar það til, ef meðalkostnaður er reiknaður kr. 5.00
á dag (kr. 6.00 fyrir fullorðna og kr. 4.00 fyrir börn), að ca. 50 legu-
dagar komi á sjúkling.
Þenna útgjaldalið er ekki hægt að lækka með öðru móti en því,
að fækka legudögum hvers sjúklings, eða takmarka enn meir sjúkl-
ingafjöldann. Af þessu tvennu teldi ég frekar geta komið til greina að
reyna að stjdta legutímann og mun taka það til athug'unar eftir því
sem unnt verður á næsta ári.
Lyfjakostnaðurinn hefir orðið allmikill á árinu, sennilega upp
nndir kr. 3000.00 þegar allt hefir verið greitt. Lyfjagjöf til sjúklinga
mætti ef til vill takmarka meir en ég hefi gert, en þó hygg ég, að ókeypis