Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 96
94
svo hár, nð flýta þurfti fæðingu, þó að útvíkkun væri hvergi nærri
fullkomin. Ég átti Champetier de Rii)es ballon frá því að ég fyrst varð
læknir, og hafði aldrei þurft að nota hann fyrr. Virtist hann vera
ógallaður, enda reyndist hann góður við þetta tækifæri. Eftir að
hann hafði vikkað út, var fyrra barnið dregið fram á sitjandanum,
og' kom þá í ljós, sem grunað hafði verið, en ekld vitað, að annað var
eftir. Var það í höfuðstöðu og því vent og dregið fram.
Reyðarfi. Læknis er vitjað til flestra sængurkvenna (24 af 35), oft-
ast ekki til annars en deyfa þær. Tvisvar tekið barn með töng á árinu,
annað í framhöfuðstöðu, hitt í andlitsstöðu. Fósturlát er mér kunn-
ugt um 6, og hafa 4 komið til aðgerðar, curettage vegna sequele
abortus. Eftirspurn eftir getnaðarverjum er töluverð og eykst alltaf,
síðan fólk komst upp á að nota Patentex og Spermex, og á þetta ekki
síður við um sveitafólkið en þorpsbúa. Leita margir ráða um tak-
mörkun barneigna. Hefi ég veitt þau eftir ljeztu getu og frekar hvatt
fólk en latt til slíks.
Fáskrúðsfj. Engin börn andvana eða dóu í fæðingu, og konur lifðu
allar. Fæðingar gengu vel á árinu, og aðeins eitt barn tekið með lágri
töng vegna sóttleysis.
Hornafj. 5 sinnum var ég við fæðingar. Ekki vissi ég neitt fóstur-
lát á árinu. Ljósmæður geta þeirra sjaldan á skrám sínum, enda
ekki óalgengt, að konur kveðji hvorki til ljósmæður né lækni, þótt
þær missi fangs. Tvisvar hefir þess verið farið á leit við mig, að ég
losaði konur við fóstur, án alls tilefnis, sem ég vitanlega neitaði.
Hitt kæmi mér mjög á óvart, ef nokkrum hér dytti í hug' „kriminel“
abort.1) Örsjaldan er ég spurður ráða um getnaðarvarnir, og aðeins
3 hjónum veit ég af, sem nota slíkar varnir.
Síða. Þolinmæði og rólyndi er eitt af því, sem læknirinn má sízt
gleyma heima, þegar hann fer til sængurkvenna.
Mijrdals. Ein kona hafði þrönga grind, og höfðu fyrri fæðingar
jafnan verið mjög erfiðar. Konan mjög aðþrengd orðin eftir 3
dægra harða, en árangurslitla sótt. Þegar þar við bættist yfirvofandi
fæðingarkrampi, þótti mér ekki ráðlegt að bíða lengur. Gerði ég fyrst
tilraun með töng, en er það tókst ekki, neyddist ég til að perforera.
Konunni heilsaðist vel.
Rangár. Var 11 sinnum vitjað til sængurkvenna. í flestum tilfell-
um komizt af með deyfingu og í nokkrum ennfremur inj. pituitrini.
Eitt tilfelli þverlega við tvíhurafæðingu. Báðum börnunum og kon-
unni heilsaðist vel. Hjá einni konu olli stórt móðurlegsæxli töluverð-
um fæðingarerfiðleikum. Tókst loks að ná í fót og ná barningu
þannig. Kom andvana, enda ekki nærri fullburða. Eitt barnið fædd-
ist vanskapað. Ekki sást móta fyrir nefi, vantaði ytri eyru og haka
og gómur klofinn. Fæddist andvana, en virtist fullburða að öðru
leyti. Fósturlát skrásetja yfirsetukonur 5, en ég býst við, að þau
séu eitthvað fleiri, því að sumar yfirsetukonur setja fósturlát ekki
á skrá, þótt þær viti um þau. í þessurn tilfellum er mér óhætt að full-
1) ÞaíS er að Iáta sér detta i hug' „kriminel" abort að leita til læknis um
fóstureyðingu „án alls tilefnis“.