Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 79
I). Kvillar skólabarna.
Töflur IX og X.
Skýrslur uni skólaskoðanir hafa borizt úr 40 læknishéruðum og ná
til 8369 barna.
Af þessum 8369 börnum töldu héraðslæknar 17 svo berklaveik við *
skoðunina, að þeir vísuðu þeim frá kennslu, þ. e. 2%0. Önnur 172
þ. e. 20,6%0, voru að vísu talin berklaveik, en ekki smitandi og leyfð
skólavist.
Lús eða nit fannst í 1226 börnum eða 14,6%, af þeim, sem skýrslur
lágu fyrir um, að athuguð hefðu verið að því leyti, og kláði á 32
börnum í 8 héruðum (Ólafsvíkur, Stykkishólms, Flateyrar, Hólma-
víkur, Siglufj., Svarfdæla, Þistilfj. og Keflavíkur) þ. e. 3,8®4. Geitur
fundust ekki í neinu barni, að því er getið sé.
Við skoðunina ráku læknar sig á 131 barn með ýmsa aðra næma
kvilla, þ. e. 15,7%e. Þessir næmu kvillar voru:
Angina tonsillaris ...................... 7
Catarrhus resp. acut ................... 94
Furunculosis ............................ 2
Impetigo contagiosa...................... 7
Pertussis .............................. 17
Polyarthritis rheumatica ................ 3
Varicellae .............................. 1
Samtals 131
Tannskemmdir höfðu 6241 harn eða 74,6% af þeim, sem séð varð,
að athuguð hefðu verið að því leyti.
Berklarannsókn fór fram á samtals 4247 börnum í 35 læknishér-
uðum, þannig, að heildarskýrsla yrði gerð um, sbr. töflu X og um-
sagnir héraðslækna um berklaveiki í kafla III, B, 2 hér að framan.
Um heilsufar skólabarna láta læknar að öðru leyti þessa getið:
Hnfnarfj. Tannskemmdir skólabarna eru svo mildar, að furðu sætir.
Það er hrein undantekning að sjá barn með heilar tennur. Tann-
skemmdunum fylgja oft eitlabólgur á hálsi. Tonsillitis og adenoid-
vegetationir eru útbreiddir kvillar, sömuleiðis tub. hili. Hryggskekkja
tiltölulega lítil. Blóðleysi minna en áður, enda fá börnin lýsi og mjólk
í skólanum. Lús og nit er nokkur.
Skipaskciga. Eins og undanfarin ár var aðaláherzlan lögð á að at-
huga lungu barnanna og aðra næma sjúkdóma. Af öðrum kvillum,
en á skrá eru settir, sem ég' varð var við í skólabörnum á Akranesi,
voru þessir helztir (251 harn alls): Kokeitlaþroti 18, eitlaþroti 36,
kokeitlaauki 1, hryggskekkja 6, sjóngalli 5, heyrnardeyfa 3, nærsýni
3, ofsakláði 1. Eins og undanfarin ár hafði hjúkrunarkonan eftirlit
með óþrifum á börnum og skoðaði þau á %—3 vikna fresti. Var
gengið ríkt eftir, að börnin væru vel þrifin, og þau, sem óþrif höfðu,
hreinsuð með acet. sahadillae. Þetta bar mjög góðan árangur. Við
síðustu skoðun voru 3—4 börn með lítilsháttar nit í höfði. Voru þau