Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 30
28
felli verið skráð síðan árið 1929. Meira en helmingur tilfellanna er i
Rvík, en hin dreifð um mörg héruð i öllum landsfjórðungum.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Skarlatssótt barst lil Akraness í des. og kom upp í
3 húsum. (Láðst að skrásetja!) Þrátt fyrir erfiða aðstöðu vegna
þéttbýlis og margbýlis í húsum, tókst með ötulum sóttvörnum, ein-
angrun hinna grunuðu í 7 daga og hinna veiku i 4—(i vikur, að
koma í veg fyrir, að veikin bærist í fleiri hús, og að mestu levti, að hún
bærist á rnilli fjölskyldna í sama húsi. Sóttin var á flestum fremur
væg. Þó lagðist hún mjög þungt á konu, gravida á 2. mánuði, sem
leystist höfn eftir V2 mánuð, þá með 40 stiga hita. Hún fékk bæði
nephritis og liðagigt og var um tíma vafasamt um líf hennar. Hafði
það þó af, en var lengi að ná sér aftur. Einkennilegt var það, að mað-
ur, sem þó áreiðanlega tók veikina fyrstur, flagnar ekkert, og sama
var um annan sjúkling. Aftur á inóti flagnar sjúklingur svo greini-
lega, að ekki verður um villst, þótt ekkert vrði vart við úthrot. Hann
fékk einnig' snert í nýrun, alhuminuri, sem styrkir það, að skarlats-
sótt hafi verið. Hér virðist því hafa verið um scarlatina sine exan-
themate að ræða, sem kemur fyrir stöku sinnum.
Þingeyrar. Skarlatssótt gekk á undanförnu ári, og er þessa árs far-
aldur beint áframhald af þeim, er gekk árið fyrir. Veikin var í meðal-
Iagi þung. Einn sjúklingur fékk nephritis. Enginn dó.
Flateyrar. Aðeins eitt vægt tilfelli af skarlatssótt sá ég á árinu.
Var það á fjölmennu heiinili, og varð sóttvörnum lítt við komið, þó
að ekki kæmi að sök.
Ögur. Á sundnámskeiði í Reykjanesi veiktist 10 ára gamall dreng-
ur frá ísafirði, 2 dögum eftir komu sína þangað. Var hann fluttur
til Isafjarðar. Reykjanesið einangrað í viku.
Hesteyrar. 2 tilfelli í október, bæði á sama stað og um sama leyti.
Sennilega horizt hingað norðan úr laiidi.
Siglufj. Aðeins eitt tilfelli kom lyrir á árinu, og var sjúklingurinn
einangraður. Virðist svo, sem skarlatssótt sú, sem hér hefir legið 1
landi, sé útdauð í bili.
Öxarfj. í 4 af síðustu 5 árum hefir skarlatssótt horizt hingað,
æfinlega að vestan og jafnan á sumrin. Hefir borizt á 0 heimili og
auk þess tvisvar á eitt þeirra. Alltaf tekizt enn að stöðva hana fljótt,
sem er hundaheppni. Aðfaranótt 10. okt. kom Esja hingað. Meðal
farþega voru hjón með 3 börn sín — fluttust nú búferlum frá Aðal-
vík og ætluðu norður á Sléttu, en þaðan fluttust þau fvrir fáum
árum. Rörnin voru öll fárveik. Afgreiðslumaður tók það ráð að sulla
þessu fólki í land og byrgja í afskekktu herbergi i húsi sínu. Fólk
þetta var nú einangrað í óhægð á Kópaskeri í 6 daga, en þá flutt á
bíl heim. Börnin voru þá þó enn með hita, en síðustu forvöð voru að
koma þeim burt vegna snjóa. Á hinum nýja stað voru og engu síðri
aðstæður til einangrunar. Þó fór svo, að börnin smituðu frá sér á
hinu nýja heimili, og var það lengi í sóttkvi, en með því var veikin
kveðin niður að lokum.
Reyðarfj. Eitt tilfelli á Reyðarfirði. Breiddist ekkert út.