Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 66
Reyðarfj. Virðist vera í rénun. Heí'i þó skráð 8 ný tilfelii á árinu,
enda gert mér far um að lei.ta uppi berklasjúklinga og koma þeim á
sjúkrahús. Fjöldi barna hefir notið ljóslækninga og með góðum
árangri, að því er virðist.
Berufj. 5 sjúklingar frá 3 bæjuin. veiktust allir upp úr inflúenzu
þeirri, er gekk um og eftir áramót. Um smitun þessara sjiik-
iinga er ekkert víst, nema það, að eftir að veikin var komin á
einn þessara bæja, hefir hún átt greiðan gang að hinum, því að til-
tölulega stutt er milli bæjanna og miklar samgöngur á milli. Á eng-
um bæjanna hefir borið á berkíaveiki siðastliðin 20 ár, og engin
mannaskipti hafa orðið á þeim i mörg undanfarin ár. A einum bæn-
um veiktust 2 systkini, kringum tvítugt. Hafa þau bæði verið að
heiman, ýmist austur á fjörðum eða í Reykjavík. Annað þeirra koinst
aðeins á spitala og dó þar, en hinu er batnað. Á öðrum bæ veiktist
piltur, 9 ára, og stúlk.a 13 ára (bæði Pirquet h- fyrir 3 árum).
Pilturinn dó á spítala, en stúikunni er batnað (var á spítala í sum-
ar). Á þriðja bænum veiktist piltur um tvítugt, og hafði hann ekkert
farið að heiman. Hann er nú á Vifilsstöðum. Sennilegast þykir mér,
að annaðhvort hinna fyrrnefndu systkina hafi smitazt annarsstaðar
en heima, og þá sennilega það þeirra, sem dó, því að hitt fólkið fékk
aðeins tub. hili, og hafi svo smitun borizt á hin 2 heimilin frá því.
í Djúpavogi var gert Moro’spróf á 24 börnum og reyndust 7 -j- en
17 -4-. Þau positivu voru aðallega börn, sem eru að byrja skólavist.
Hornafj. Pirquet- og Moro’spróf voru framkvæmd á öllum skóla-
börnum haustið 1935, bæði prófin samtímis, og bar þeim ætíð saman.
Tæp 4% reyndust smituð. Ekki cr vitað um berkla á neinum af þeim
fjórum heimilum, sem hin positivu börn eru frá, og er því alveg
ókunnugt um smitunaruppsprettur þeirra. Sjálf eru þau öll hraust,
að því er séð verður. Eitt er að vísu nokkuð framfaralítið, drengur
10 ára, en hann er frá fátæku barnaheimili í lélegum húsakynnum,
og ekki ósennilegt, að viðurværi sé að einhverju Ieyti ábótavant, enda
eru öll börnin þar fremur smá og rýr, en annars sæmilega hraust.
2 önnur börn af sarna heimili voru -4-. Annar drengur 10 ára hefir
áður haft smávegis kirtlabólgu, sem nú er horfin. Hann er af efnuðu
heimili, sællegur, en fremur smávaxinn. Á heimili hans dvaldi, þar
til fyrir 4—5 árum, að hún flutti burt, stjúpa föður hans, sem lengi
hafði verið brjóstveil og talin grunsainleg, þótt aldrei væri hún skrá-
sett sem berklaveik Einn drengur 13 ára, stór og hraustlegur, af góðu
heimili, barnmörgu. Virðast öll börnin þar sæmilega hraust, þó að
horið hafi á smávegis kirtlabólgu í sumum. Faðirinn hefir verið lítils-
háttar brjóstveill síðari árin, var gegnlýstur og rannsakaður í Reykja-
vík fyrir fám árum og ekki talinn berklaveikur. Hann og 2 önnur
börn hans voru -4-. Hinn 4. og' síðasti, drengur 10 ára, sonur fyrr-
verandi héraðslæknis hér, dvelur einnig á góðu heimili og hefir alla
tíð verið stálhraustur. Bróðir hans dó fyrir fáum árum á Kristnes-
hæli, en ekkert voru þeir samvistum eftir að hann veiktist. Bændurn-
ir, bræður 2, eru báðir hevmæðnir og brjóstþungir á vetrum, en ann-
ars hraustir. Systir þeirra, sem nú er löngu dáin, var einusinni skrá-
sett sem berklaveik, en talin albata eftir 2—3 ár. Þessi niðurstaða