Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 102
100
2, digiti manus complicata 1. Lux. humeri 1. Fingurbrotið varð með
þeim hætti, að stúlka hrasaði í bæjardyrum og festi hring, sem hún
bar, á nagla, svo að af tók fingurinn.
Vestmannaeyja. Á þessu ári hrö'puðu með stuttu millibili 2 af
færustu fjallamönnum Eyjanna, og var að þeim mikil eftirsjá.
Eyrarbakka. Meiðsli engin stórfelld. 2 menn komu með lið-
hlaup, annar pollicis, hinn humeri. Hinn síðarnefndi var á reið, er
hann slasaðist og teymdi annan hest. Kippti sá svo hrottalega, að
maðurinn fór úr liði á öxlinni. 5 menn beinbrotnuðu Eitt var
fract. cruris á 39 ára gamalli konu, er datt á hálku, radii 2, epicondyli
interni 1 (7 ára piltur) og costae 1. Með skorin sár vitjuðu mín 12,
með marmeiðsli og distorsiones 31, með brunasár 5, með corpus
alienum 10.
Grimsnes. Slys voru með færra móti á árinu. Þessi hin lielztu:
Fract. humeri 1, fibulae 1. Lux. humari 1, sid) talo 1, antibrachii 2.
Ambustio 2.
Keflavíkur. Eitthvert hið hörmulegasta slys, sem komið hefir fyrir
hér á landi, gerðist á gamlárskvöld í Keflavík, er fundarhús bæjarins
brann til kaldra kola. Börn og gamalmenni voru þar saman komin á
jóltatrésskemmtun, og' var fullt hús. Kviknaði þá í jólatrénu, og læsti
eldurinn sig' strax í loftið. Varð húsið á svipstundu alelda, því að
þetta var gamalt slcrælþurt timburhús. Við skelfinguna, sem greip
fólkið, ruddist það að þeim einu dyrum, sein voru á salnuin, en
hurðin, sem féll inn, lokaðist þá, svo að ekki var hægt að opna hana
í snatri. Var þá reynt að bjarga út um glugga, og gekk sóknarprest-
urinn hezt fram í því ásamt fleirum, sem líka skaðbrenndust. Brunnu
þarna inni 2 gamlar konur og 4 börn, en auk þess skaðbrunnu
milli 20 og 30 manns, og var undir eins sent með 13 á spítala, en
hitt var stundað heima og voru 8 rúmliggjandi. Síðar dóu 2 af
þeirn, sem sendir voru á spítala. 2 læknar voru kallaðir frá
Reykjavík, auk Helg'a læknis Guðmundssonar í Keflavík og héraðs-
læknis, til að hlynna að sjúklingunum. Annað slys varð í Leirunni.
Þar datt 15 ára unglingur af mjólkurkerru, varð undir henni og
beið bana af. Sjórinn tók sinn skatt líka á þessu ári, eins og svo oft
undanfarið. F'órst einn bátur frá Grindavík, og drukknuðu 3 menn,
2 komust af. Gamalmenni fékk skot í brjóstið, stóð nálægt manni,
sem ætlaði að skjóta kind, en hæfði í þess stað gamla manninn, sem
stóð hliðhalt í nokkurri fjarlægð frá honum, og fór kúlan þvert í
gegnum mammae og' út rétt framan við handleg'ginn. Fract. baseos
cranii 1 (útlendingur, farið með hann á spítala), antibrachii 1, colli
femoris 1, femoris 2, cruris 1, humeri 1.
í þessum 37 héruðum, þar sem um slys er getið, eru þannig nefnd
heinbrot og' liðhlaup, sem hér segir:
B e i n b r o t :
Fract. cranii v. baseos cranii ........................ 6
nasi ........................................... 8
— columnae cervicalis ........................... 2
— processus spinosi .............................. 1
— acromii ................................. 1