Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 128
hafa sína kú eða part í kú. Hið eina í því efni, sem heitið geti, er að
fólk skiptist á um mjólk, fær lánað þegar kýrin er geld, en borgar
aftur, þegar horið er og ver stendur á hjá grannanum.
Reyðarfí. í Eskifirði munu vera um 75 kýr, eða ein á hverja 11 ibúa.
Mjólkursala er aðeins frá einum hæ í þorpið (Eskifjörð), mesta hrein-
lætisheimili.
Fáskrúðsfí. Fjós eru sæmileg, þó allvíða nokkuð þröng, en hirðing
yfirleitt góð. Hér í kauptúninu hafa flestir %—1 kú og sumir 2, en
erfitt er að fá nægilegt fóður handa þeim. Þó hefir ræktun aukizt
nokkuð síðustu ár, og verður ennþá aukin að tilhlutun hreppsnefndar.
Um 60 kýr munu vera hér í kauptúninu sem stendur, en hænsnarækt
er mikil.
Berufí. Mjólkursala er engin til kauptúnsins, en aðeins lítilsháttar
milli manna innan kauptúnsins.
Hornafí. Kýr eru margar á Höfn, og hefir hvert heimili að minnsta
kosti eina kú og mörg 2. Munu kýr vera þar um 70 á ca. 40 heim-
ilum. En sá er galli á gjöf Njarðar, að kýrnar eru yfirleitt mjög nyt-
lágar (undir 2000 ltr. á ári), sem mun aðallega stafa af lélegum sumar-
högum og kraftlitlu fóðri, sem er mestinegnis útlent sáðgras, ræktað
með útlendum áburði, og' auk þess lélegum húsum og slæmri hirðingu.
Keflavíkur. Mjólkurframleiðsla er töluverð í héraðinu, og fer tölu-
vert af henni til Reykjavíkur. Smjör sést ekki í sumum kauptúnum i
verzlunum, eins og t. d. í Grindavík. Þó er byrjað að selja öðru hverju
skyr. Tel ég það til mikilla hóta, og ennfremur er farið að nota mjólk-
iirosta, en það hefir ekki allur fjöldinn kunnað fyrr.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfí. Áfengissala er hér og nokkuð drukkið, en mest af utan-
bæjarmönnum. Reykingar fara vaxandi. Fullorðnir og hörn reykja
vindlinga, og er kvenþjóðin enginn eftirhátur karla, að því er þessa
nautn snertir.
Skipaskaga. Áfengisnautn er hér sízt meiri síðan áfengisbanninu
var aflétt. Þó sjást menn hér drukknir, einkum á samkomum, og er
efamál, hvort drukkið er meira af útlendu víni en af landa. Kaffi-
drykkja er alstaðar mikil. Neftóbaksnautn og vindlinga er hér mikil,
en minna um munntóbak en áður var.
Borgarfí. Vínnautn virðist ekki hafa aukizt til neinna muna, þó að
við því hefði mátt búast eftir afnám bannlaganna. Heimahrugg heyr-
ist nú varla nefnt á nafn.
Borgarn.es. Vínnautn virðist mér minni en á bannárunum. Eg sé
mjög' sjaldan kenndan mann. Helzt mun vín notað á skemmtisam-
komum, einkum á sumrin. Eg held, að vinnotkun sé þverrandi, sem
stendur. Ef til vill veldur gjaldevrisskortur þar nokkru um. Þorri vax-
inna karhnanna notar einhverja tóbakstegund. Flestir taka í nefið,
allmargir reykja — þeir yngri vindlinga, nokkrir taka skorið neftó-
bak í munninn, en mjög fáir nota annars munntóbak. Eitthvað af
yngri konum notar vindlinga í kauptúninu eins og gengur. Ég er
hræddur um, að vindlinganotkunin sé fullmikil hjá unga fólkinu. Kaffi