Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 126
124
ræði fyrir þorpsbúa og jafnvel bændur að geta fengið gott, nýtt skyr
fyrir kr. 0,50 pr. kg., og' ætti — að mínum dóini — að borða meira
af því. Smjörið kvað kosta kr. 3,40 pr. kg. og rjóminn kr. 2,00 pott-
urinn. Mér sýnist hreinlæti í góðu lagi, en ég sé eftir allri mysunni,
sem myndast við skyrgerðina: hún fer mestöll í sjóinn. Verksmiðjan
selur þorpsbúum nýmjólk fyrir kr. 0,27 pottinn, en margir hafa
sjálfir kú og því næga mjólk fyrir sig.
Ólnfsvíkur. Mjólkurframleiðsla er allmikil, t. d. eru ca. 60 kýr í Ól-
afsvík, en engin reglubundin mjólkursala til kauptúnanna.
Stykkishólms. Kúm hefir fjölgað hér í kauptúninu, svo að nú
eru þær orðnar um 60. Mjólk er því nægileg. Menn gera og nokkuð
að því að búa til skyr og smjör, en það var orðið mjög fátítt hcr á
tímabili.
Flnteyjar. Meðferð mjólkur og hirðing kúa, þótt í misjöfnum fjós-
um sé, held ég að sé yfirleitt í góðu lagi, og ekki veit ég til, að tauga-
veiki hafi orðið vart í héraðinu í langan tíma.
Bildudals. Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps hefir keypt jörðina Hól í
Bíldudal og sett þar á stofn mjólkurbú. Eru þar nú 10 kýr. Nýtt fjós úr
steinsteypu hefir verið reist þar. Virðist allur frágangur sæmilegur.
Erfiðast er þar um vatnssókn. Brunnur er þar að vísu á hólnum, en
þornar oft, og verður þá að sækja vatnið langar Ieiðir. Vatnsleiðsla í
fjós og íveruliús mundi kosta mikið. Mjólk virðist nægileg fyrir
kauptúnið, því að ýmsir fleiri framleiða og selja mjólk með sæmi-
legu verði. Er það nú 25 aura potturinn.
ísafj. Eins og áður er á minnzt, voru alls berklaprófuð í héraðinu
801 barn, þar af eru 291 vngri en 6 ára og af þeim eru aðeins 10 posi-
tiv, og er mér kunnugt um, hvar þau hafa smitazt. Þetta bendir á, að
um kúaberkla getur ekki verið að ræða í héraðinu, og þó eru engar
sérstakar ráðstafanir gerðar með mjólkina, engin hreinsun á sér stað
á henni, og við fáum mjólk frá mjög stóru svæði: Úr Djúpinu, Hnifs-
dal, Firðinum og Arnardal. Þvkir mér því mjög ólíklegt, að kýr hér
séu sýktar af berklum, því að ég veit ekki, hverjir ættu að vera við-
kvæmir fyrir sýkingu, ef ekki börn á þessum aldri, þar sern aðalfæða
þeirra er einmitt kúamjólk. Ég sé því ekki neina ástæðu vegna berkla-
hættu að gerilsneyða mjólkina og gera hana þar al’ leiðandi bæði miklu
dýrari og eyðileggja þar að auki bætiefni hennar. Aðrar sýkingar-
hættur í sambandi við mjólk eru, samkvæmt minni reynslu, ekki til
hér, því að typhus1) er ekki til og ekki heldur febris undulans. Eg
hefir í vetur gert fjöldamargar blóðrannsóknir vegna febris undularis
i vafasömum tilfellum, en ekki konstaterað neitt tilfelli.
Miðfj. Mjólkursala er engin úr sveitinni til kaupstaðanna hér í hér-
aðinu, en Reykjaskóli i Hrútafirði kaupir mjólk á Reykjum. Þar er
1) Hcraðslæknir getur ])ó a. m. k. urn citt paratyphustilfelli á árinu. Bolungar-
vík í nágrenni Isafjarðar hefir til skamms tíma verið taugaveikisbæli. Taugaveiki
l>arst og árum, ef ckki áratugum saman, til ísafjarðar úr Eyrarlireppi og einmitt
með sölumjólk. Leiddi það til stórfaraldra hvað eftir annað. Þá er taugaveikis-
smitberi tiltölulega nýfundinn í Xauteyrarhreppi, eftir að hafa leikið þar lausum
liala í fjölda mörg ár, en þaðan cr nú nýlega hafin mjólkursala til ísafjarðar að
kalla frá hverjum bæ í hreppnum. Má segja, að hér flýtur á meðan ekki sekkur.