Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 116
114
ekki efni á því. Þrifnaður mun víðast sæinilegur innanhúss, en utan
húss skortir á hann, ekki sízt í Ólafsvík, og ekki auðhlaupið að bæta
úr, meðal annars vegna skorts á efnum til að gera haughús og safn-
þrær. Þó er ef til vill tilfinnanlegastur skortur á salernum, bæði i
kauptúnunum og sveitunum, og helzt svo að sjá, að það sé mjög
erfitt verk að koma þeim á.
Stylckishólms. Lítið miðar áfram endurbótum á húsakynnum manna.
Þess má þó geta, að allra aumasta bænum í Helgafellssveit var jafn-
að við jörðu, og í staðinn byggt lítið, snoturt steinhús. Þetta var mikil
nauðsyn, því að gamli bærinn var orðinn óhæfnr til íbiiðar. Þar var
strengd nautshúð innan á súðina yfir rúmum til þess að veita vatni
upp fyrir þau, því að leki var mikill, ef skúr kom úr lofti. Auk sjúkra-
hússins, sem áður var getið og skólans, sem síðar verður minnzt á,
hafa á árinu verið byggð 3 ibúðarhús, sem öll eru ineð miðstöð
og vel frá þeim geng'ið að öllu leyti. Margir hafa nú leitt vatn inn í
hús sín — f.rá brunnum — og komið fyrir frárennsli í sambandi við
rotþrær, sem reynzt hal'a vel það sem af er. Þrærnar eru flestar tví-
hvolfa og stærðin ca. 1,50 x 1,80 x 2,0 m. Lúsin í skólunum virðist
eig'i benda til þess, að þrifnaður hafi tekið miklum framförum á árinu.
Flateyjar. Lítið gert við hús, og' virðast mér þau ekki skjólleg í
miklum kuldum. Húsbyggingar: Lítill timburbær byggður í Skál-
eyjurn. Umgengni hér í þorpinu er ábótavant.
Flateyrar. Þrátt fyrir öra flólksfjölgun á Flateyri hefir tekizt að
halda svo í horfinu með nýbyggingum og' endurbótum, að húsnæði
manna hefir enn frekar batnað, enda hefir nú sem fyrr verið fast-
Iega unnið að því, að hver fjölskylda ætti sína íbúð. Utanhússþrifn-
aður fer heldur batnandi, þótt seint sækist og menn haldi fast í úti-
kofana, sem oftast valda mestum óþrifunum.
Iíóls. Húsakynni alþýðu eru misjöfn. Margt er al' gömlum verbúð-
um, er breytt hefir verið í íveruhús. Er furða, hversu tekizt hefir að
gera sum þessara húsa vistlég. Önnur eru miður. Neyzluvatn er tekið
úr brunnum, og þyrfti að breyta því, þar sem taugaveiki hefir gosið
upp hvað eftir annað. Fráræslu er yfirleitt ábótavant, og þrifnaður
mætti vera betri. Þó hygg ég þetta elcki í lakasta lagi. Lús sést að vísu
sumstaðar. Eitt er það, sem fólk virðist eiga erfitt með að venja sig á:
Það er að nota vanhúsin, þó að til séu. Tilhneiging virðist vera nokk-
ur til þess að ganga þarfinda sinna á víðavangi. Getur þetta sett blæ
sinn á þorpin, og hann ekki sem viðkunnanlegastan. Hefir mér sýnzt
þetta vilja brenna við í fleiri þorpum hér á landi. Baðker er í einu
húsi í Bolungarvík.
Ögur. Húsakynni eru hér, sem annarsstaðar, afarmisjöfn, en yfir-
leitt í góðu meðallagi. Á stöku stað má telja þau mjög góð. I Snæ-
fjallahreppi eru 9 torfbæir, 3 steinhús og 7 timburhús. Raki er þar
nokkur á 11 bæjum, mestur í steinhúsunum. Salerni ,er aðeins á 6
bæjum (útisalerni). Þrifnaður miður góður á 6 stöðum, annars sæmi-
legur og sumstaðar góður. í Nauteyrarhreppi eru torfbæir 12 (2 mjög
lélegir), steinhús 6 og timburhús fi. Raki á 10 bæjum. Vatnssalerni á
2, útisalerni á 8 stöðum. A 2 bæjum er þrifnaður slæmur, miður góð-
ur á 8 bæjum, en góður á hinum 14. I Reykjarfjarðarhreppi eru 14