Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 119
117
komnir að falli — varla hægt að kalla sumt af þeim mannabústaði.
Vatnsveita er á nokkrum bæjum, annars brunnar eða lækir. Salerni
virðast enn vera óþekkt í úthéraði. Gengur erfiðlega að koma mönn-
um í skilning um nauðsyn þeirra. Gamla aðferðin að nota fjósin
þykir þeim fullboðleg og það jafnvel á samkomu- og kirkjustöðum.
Þrifnaður víða allgóður, en er þó á mörgum stöðum minni en skyldi.
Norðfi. 4 smá timburhús, fyrir eina litla fjölskyldu hvert, voru
hyggð í I vaupstaðnum, en eitt steypuhús á sveitabæ í Norðfjarðar-
hreppi í stað gamals torfbæjar.
Reijðarff. Húsakynni yfirleitt léleg. Ekkert nýtt hús byggt á árinu.
Vatnsleiðsla er í flesí hús í Eskifirði og Reyðarfirði, en vatnsbólin
mörg ekki góð, illa frá þeim gengið, svo að yfirhorðsvatn nær víða
að renna ofan í brunna. Frárennsli frá flestum húsum, en ekkert
heildarkerfi fyrir þorpin, hvorki hvað vatn- né skolpleiðslur snertir.
Salerni við flest hús. Vatnssalerni víða á Eskifirði. Þrifnaður er sæmi-
legur og víða góður. Rafmagn er i Reyðarfirði hæði til ljósa og hit-
unar, í Eskifirði eingöngu til ljósa. Rafmagn á 3 sveitabæjum.
Fáskrúðsff. Húsakynni eru mjög léleg víða, bæði í kauptúninu og
Hafnarnesi, en betri í sveitum. Salerni eru víðast, en léleg.
Beruff. Húsakynni víðast sæmileg. Þó eru nokkrar undantekningar,
þar sem húsakynni mega teljast heilsuspillandi. 3 ný íbúðarhús
voru reist á árinu, þar af eitt úr steinsteypu. Anægjan af sumum nýju
steinhúsunum virðist vera blandin, eins og búið er í þeim. Á ég þar
við kuldann og Slagann. Bændur hafa ekki efni á að hita þau upp,
og litkoman verður sú, að eftir fá ár hanga skjappir af veggfóðrinu
aðeins í hornunum á blautum steinveggjum herbergjanna, en loftið
inni er fúlt og' hráslagalegt. Er það illa farið með hús, sem geta og
eiga að auka gleði og vellíðan íbúanna. Á seinni árum hafa allmargir
sett einn eða fleiri miðstöðvarofna í samband við eldavélar, og er það
til stórra bóta. Þrifnaður er víðast í góðu lag'i, þó með einni alvar-
legri undantekningu. Það má segja, að salerni séu nærri óþekkt í
sumuin hreppum héraðsins, t. d. er, eftir því sein ég hefi komizt næst,
2 eða 3 salerni til í einum hreppi, sem telur rúmlega 300 ibúa.
Væri stór þörf á því að setja lög, sem kipptu þessu i lag.
Hornaff. Þrifnaði mun vera í mörgu ábótavant hér. T. d. vantar
salerni víða á heimilum, bæði í sveitum og kauptúninu, og þar sem
þau eru, eru þau svo léleg, að flestir munu heldur ganga þarfinda
sinna eitthvað annað en þangað, einkum á vetrum. Mun alg'engast að
nota fjósin til slíkra hluta. Miklum óþrifum veldur það í kauptúninu,
auk annara ókosta, að hver baukar með sitt fjós við sitt hús. Má
geta nærri, að þeir fjóskofar eru ekki allir sem fullkomnastir, og
ekki bæta fjóshaugarnir og hlandforirnar, sem þeim fylgja, úr skák.
Húsakynni munu vera i hetra meðallagi, eftir því sem gerist á landi
hér i þorpum og sveitum. Hefir allmikið verið byggt á síðustu 10—15
árum, síðan kaupfélag var stofnað, og eru það mestmegnis stein-
hús. Að vísu mun víða skorta nokkuð á, að þau séu svo vönduð sem
skyldi, oft köld og rakasöm og þægindalítil. Víðast mun þó vera
vatnsleiðsla, en óvíða frárennsli. Vatnssalerni er aðeins í einu húsi á
Höfn. Talsvert fer í vöxt að hafa miðstöðvar, oftast í sambandi við