Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 16
14
grískra og rómverskra spekinga, heilagrar ritningar og
kristinna höfunda frá dögum kirkjufeðra og fram eftir
öldum.5 Hins vegar verður næsta lítið vitað um gildi ým-
issa þeirra hugtaka, sem hér voru talin, í norrænni heiðni,
og sum þeirra (t. a. m. frjáls vilji, samúS og sjálfsþekking)
munu lítt hafa þroskazt hér norður frá fyrir kristni, þótt
orðin sjálf séu vitaskuld af norrænum stofrd. Hitt skiptir
og ekki síður máli að kerfisbundin notkun slíkra hugtaka
hefur ekki átt sér stað hérlendis fyrr en með áhrifum
evrópskrar menningar.
1 öðru lagi mun flestum fræðimönnum ganga illa að
átta sig á því að fróðleikur sögmmar lýtur ekki einungis
að viðburðum í ævi Hrafnkels goða og samtíðarmanna
hans á tíundu öld, heldur virðist höfimdi hennar ekki síður
hafa verið í hug að fræða lesendur um mannleg vandamál
yfirleitt. Sagnfræðileg vitneskja er því ekki nema hluti
af heildarmerkingu verksins, enda hefur Hrafnkels saga
ýmis einkenni dæmisögu, eins og síðar verður rakið. Um
sagnfræðilegt inntak sögunnar er það skemmst að segja,
að ályktanir sagnfestumanna um heimildargildi hennar
fyrir athurðum tíundu aldar eru álíka vafasamar og sú
staðhæfing Sigmðar Nordals, að aðalviðburðir hennar hafi
aldrei gerzt. Við höfum sem sagt engin tækileg gögn til
að sanna eða afsanna, að Hrafnkell hafi vegið smalamann
sinn, verið síðan sóttur til fullra laga á Alþingi og gerðm
alsekm, þolað pyndingar, verið sviptm óðali og manna-
forræði, hafizt síðan til valda á nýjan leik og að lokum
hrifsað goðorð og Aðalból af Sámi Bjamasyni, eftir að
hafa ráðið niðmlögmn Eyvindar bróðm hans. Mannaforráð
Þjóstarssona í Þorskafirði virðist vera einskær tilbúningm,
eins og Nordal hefm rakið af mikilli röggsemi, en hins
vegar endist þessi sagnfræðilega veila skammt til þess að
Ég hef lauslega fjallað um húmanismann í fomsögunum í grein-
inni „Icelandic Sagas and Medieval Ethics“, Medieval Scandinavica
VII (1974), 61-75.
5 Sjá t. a. m. Étienne Gilson, History of Christian Philosophy in the
Middle Ages (London 1955).