Studia Islandica - 01.06.1981, Qupperneq 39
37
varar“. Málsháttakvœði (19. v.) hefur setninguna „Trautt
kalla’k þann valda er varar.“
Fyrirmyndin gæti verið Publilius (1934), 620: Quamvis
acerbus qui monet nulli nocet. „Sá sem vamar, þótt beizk-
ur sé, grandar engurn."
2. Einarr kvað sér eigi mundu svá mein gefit
at ríða þeim hesti einum,
er honum var bannat,
ef þó væri mgrg pnnur til.
Þótt hér sé ekki um orðskvið að ræða, bendir bygging
setningarinnar til þess, að hér liggi spakmæli til grund-
vallar. Andstæðan milli eins hests, sem er ekki leyfður,
og margra hrossa, sem eru leyfð, gefrn- sterkan grun, að
hér sé um að ræða útlendan lærdóm. Það mein, sem Einar
kveður sér ekki vera geíið, er að girnast forboðna hluti,
en viðvaranir við slíku em alktmnar í klassískum og
kristnum ritum. Sá orðskviður hjá Publiliusi (1934), 438,
sem hér gæti átt við, hljóðar á þessa lund: Nihil magis
amat cupiditas quam quod non licet. „Gimdin elskar ekk-
ert meir en það sem ekki er leyft.“ Hér má einnig minna
á spakmæli hjá Chaucer (The Prologe of the Wyves Tale
of Bathe, I 519): „Forbede us thyng, and that desiren we.“
Nú má skjóta þvi að til afsökunar á þessari tilvitnun, að
ýmis spakmæli í fornum bókmenntum okkar em kunn af
verkum Chaucers, Shakespeares og annarra höfunda. Skýr-
ingin á þessu er ofureinföld: Hrafnkels saga er rituð af
manni, sem mun hafa lesið sömu bækur og útlendir höf-
undar, þótt síðar væm uppi, og allir sækja þeir spakmæli
í sömu ritin, sem em því sameiginlegar fyrirmyndir. Orðs-
kviðir Publiliusar og latnesk fyrirmynd Hugsvinnsmála
em prýðileg dæmi um langlífi klassískra verka í evrópsk-
um skólum. — Um önnur latnesk spakmæli sem geta um
girnd á forboðnum hlutum, sjá Smith, Shakespeare’s
Proverb Lore, hls. 39, og rit sem þar er vitnað til. Sbr.
einnig Siðfrœði Hrafnkels sögu, bls. 30-33.